Hvernig getiði vitað að hann sé ekki forhertur glæpamaður?

Askarpour kom til landsins þann 16. maí 2009 og sótti um hæli sem flóttamaður sama dag. Hann var skilríkjalaus við komuna og var því handtekinn og síðar úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á meðan stjórnvöld öfluðu upplýsinga um hver hann væri.

Mér sýnist hann hefði geta sparað sér langt gæzluvarðhald með því að mæta með skilríki.  Ég sé heldur ekki betur en viðbrögð yfirvalda við komu hans hafi verið kolröng.  Auðvitað áttu þau að senda hann rakleitt til baka með sömu vél, á kostnað flugfélagsins sem kom með hann. 

Með dómunum voru honum dæmdar bætur þar sem talið var að varðhaldinu hefði verið markaður of langur tími.

Allir dómar eru fordæmisgefandi, sem þýðir þá að hér eftir verður allt gæzluverðhald skemur en 4 vikur. 

Katrín segir það alvarlegt að flóttamenn séu handteknir við komu sína til landsins vegna falsaðra skilríkja. 

Ha?  Hvernig þá?

„Við hneppum fólk í fangelsi fyrir skjalafals ef það kemur með fölsuð vegabréf til landsins en það er oft hluti af flóttanum.

Já, því miður þarf að fara að lögum. 

Ef þú ert að flýja styrjöld og skelfilegar aðstæður gerir þú hvað sem er til að komast í burtu, þú kaupir þér falsað vegabréf og kemur þér burt. Samkvæmt flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna á ekki að refsa fólki fyrir slíkt, en við gerum það samt. Þetta hefur ítrekað verið bent á,“ segir Katrín.
 
Eiga að vera spes lög fyrir hverjar aðstæður?  Það gerir lögin nokkuð flókin.  Og sá sem er með falsaða pappíra gæti verið hver sem er.  Sem þýðir að hann getur logið hverju sem er, hann sé á flótta undan KGB, 30 ára stríðinu, Godzilla... á þá að taka alla trúanlega sem segjast vera að flýja stríð? 

Í dóminum segir að afdrifaríkasta ákvörðunin sem fór úrskeiðis í meðferð málsins hafi verið að hafna því að taka hælisumsókn hans til efnislegrar meðferðar og senda hann til Grikklands.

Einu mistökin voru að gera það ekki samdægurs. 

 

„Hann var hnepptur í fangelsi við komuna til Grikklands,

Hafði það eitthvað með fölsuðu skilríkin að gera? 

Farið var fram á endurupptöku málsins sökum breyttra aðstæðna eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að Belgíska ríkið hefði gerst brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu með því að senda flóttamann til Grikklands.
 
Mér finnst skemmtilegt að það skuli teljast mannréttindabrot að senda menn til Grikklands.  Það vissi ég ekki í gær. 
 

Ekki var talið réttmætt að hafna umsókn hans um fjárhagslega aðstoð fyrir læknisaðgerð og telur Katrín að dómurinn geti haft áhrif á sambærileg mál að því er varðar heilbrigðisþjónustu fyrir hælisleitendur,

Áhugavert... þetta er eitthvað fyrir veika íslendinga að hafa í huga í framtíðinni - .þeir fá kannski frekar læknisþjónustu ef þeir ná að svindla sér einhvernvegin inn sem flóttamenn.


mbl.is „Geymdur eins og dýr í búri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefðir átt að flytja málið fyrir hönd ríkisins. Ríkislögmaður hefur sennilega ekki áttað sig á þessu.

En þú hefðir fengið stefnda sýknað af kröfu stefnanda og sparað ríkinu þessar krónur.

Jón (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 21:39

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ég sé ekki betur eftir fréttunum að dæma, en að þessi Askarpour hafi gerst brotlegur við lög með því að koma til landsins og halda því fram að hann hafi engin skilríki, enga pappíra. Það í það fyrsta er lýgi, þar sem hann hefði ekki getað lagt af stað, og ferðast alla leið til Íslands nema með því að hafa skilríki.

Auðvitað voru það mistök okkar yfirvalda, að senda hann ekki, - eins og skot, - til baka til þess staðar sem hann kom frá.

Að mínu mati, þá á að senda þennan mann úr landi, nú þegar, við Íslendingar þurfum ekki að spyrja neinn um neitt leyfi til þess. Við höfum allan rétt til þess. Þessi maður reyndi að komast inn í landið á fölskum forsendum og á engan rétt til þess að vera á Íslandi. Hver veit hver hann er, þessi maður ? Hver veit nema að þetta sé terroristi, - hermdarverkamaður eða sjálfsmorðs sprengjumaður ?

Vita íslendsk yfirvöld einhver svör við því ?

Tryggvi Helgason, 4.3.2014 kl. 21:55

3 identicon

Hver veit nema Tryggvi Helgason sé barnaníðingur?

Markús (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 22:05

4 identicon

Mikið verður Ísland góður (a.m.k. skárri) staður þegar viðbjóðslegir, fordómafullir skarfar eins og Tryggvi eru dauðir.

Már (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 22:27

5 identicon

Ef gyðingur hefði flúið hingað á tímum útrýmingarinnar, hefðir þú snúið honum við í gin brennsluofnana af því viðkomandi var með fölsuð skilríki?

Hingað hefur komið fólk sem er að forðast þrælahaldara, en þér er lílega alveg sama um það? Því það uppfyllti ekki formreglur?

Tóti (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 23:44

6 identicon

Hvernig getum við vitað að þú sért ekki forhertur glæpamaður?

Tóti (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 23:47

7 identicon

Ásgrímur og Bryggvi, ég veit svosum ekki neitt hvort þið eruð í rauninni forhertir fordóma perrar heldur, en það má segja að það virkar sem svo frá mínu sjónarhorn.  Það þyrfti eiginlega alvöru réttarhöld til að skera úr um það. En lög eru lög og á líðveldinu Íslandi gilda lögin jafnt á um alla. E.t.v. þurfa sumir að lesa stjórnarskránna til að átta sig á því.

Jonsi (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 23:49

8 identicon

Endalaust talað um lög án þess að það sé nokkur vitneskja þar á bakvið.

Þess má geta að við erum að brjóta alþjóðalög sem Ísland hefur gengist við með því að fangelsa flóttamenn fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Hætti að vera fordómafullir hrukkupúngar.

Gunnar (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 01:28

9 identicon

Ef að flótamannalögin frá 1968 eru tekin til skoðunar má sjá að bannað er að vísa manni úr landi sé hann þeldökkur á hörund, nema eftir að rannsókn á erfðaefnum hans hafa verið framkvæmd og markviss gagnaöflun um fjölskyldumeðlimi viðkomandi hafi farið fram. Þá skal þess þó gætt að senda fólk ekki eftur til stríðshjráðra svæða, nema brýna nauðsyn beri til.

Hlynur (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 02:15

10 identicon

Það eru ekki allir sem hingað koma sem flóttamenn, alsaklausar sálir. Og ég skil ekki að þeir sem koma inn í landið og óska eftir hæli, geti ekki sagt deili á sér? Látum það vera að þeir hafi komið á fölsuðum skilríkjum, en eftir að þeir eru komnir inn í landið og eftir að þeir sækja um hæli hvað er þá til fyrirstöðu fyrir þetta fólk að segja satt og rétt frá því hvert það sé, hvaðan það kemur og hvaðan eða hvað það er að flýja? Vill það kannski ekki að hið rétta komi í ljós? Hlynur. Skv. almannarómi geisar ekki stríð á Grikklandi þessi misserin.

assa (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 03:01

11 identicon

Sendið hann til mín.

Adolf Eichmann (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 09:11

12 identicon

Það hefur hvergi komið fram að maðurinn hafi ekki sagt deili á sér. Aftur á móti eyðir ÚTL óheyrilegum fjármunum í að tortryggja frásagnir hælisleitenda.

Fyrir utan það að alþjóða flóttamannasamningurinn (sem Ísland er aðili að) tekur sérstaklega fram að ekki eigi að refsa flóttafólki fyrir að vera án skilríkja eða með fölsuð skilríki, þá mættu þessir fordómafullu þverhausar hérna á Íslandi taka hausinn út úr eigin rassgati og reyna að sjá að það er ekki alls staðar allt eins og á Íslandi. Víða um heim er ekkert sjálfgefið að fólk eigi eða fái vegabréf. Og það ætti að gefa augaleið að ef fólk þarf t.d. að flýja ofsóknir yfirvalda, þá gangi það ekkert bara inn á skrifstofu hjá sömu yfirvöldum og óski eftir vegabréfi.

Svo kemur það málinu ekkert við hvort það geisar stríð á Grikklandi eða ekki. Það er virkilega illa farið með flóttafólk þar og bæði Sameinuðu þjóðinar og Rauði krossinn hafa sagt aðstæður þar vera hryllilegar og hættulegar og því ætti ekki að senda fólk þangað. Ég veit til þess að starfsfólk Innanríkisráðuneytisins hefur farið og skoðað aðstæður þar, og það var í sjokki. Sama hversu litla virðingu þið berið fyrir mannslífum þá er það lágmarksviðmið siðmenntaðra ríkja að senda fólk ekki út í opinn dauðann.

Markús (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 12:27

13 identicon

Flóttamenn eiga að njóta sannmælis líkt og aðrir
en þeir eiga ekki að geta breytt fyrstu hælisumsókn
þannig að ÚTL þurfi að eyða  "óheyrilegum fjármunum " í að skoða sannleiksgildi hverjar nýrrar frásagnar

Grímur (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 20:13

14 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vá, mikið af óskráðum mönnum. Allir í miklu sjokki. Ég er með hugmynd: *þið* takið að ykkur umstangið og kostnaðinn. Þá er ég sáttur.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.3.2014 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband