Er það svo?

Fransk­ir bíla­fram­leiðend­ur virðast al­veg með það á hreinu að spar­neytn­ir bíl­ar sem eru með lít­inn kolt­ví­sýr­ingsút­blást­ur eru það sem hinn al­menni kaup­andi er á hött­un­um eft­ir.

Franskir eru líka alltaf blindfullir, og bílarnir þeirra eftir því.  Kraftlausir og illa settir saman. 

Jú, og ódýr­ir verða bíl­arn­ir að vera líka.

Það er aðalatriði. 

Citroën hef­ur tek­ist vel upp hvað þessi atriði varðar.

Eða þeim hefur tekist það. 

Það vel að hinn 7 manna Citroën Grand C4 Picasso eyðir ekki nema um 4-5 lítr­um á hundraðið

Það er lygi. 

hann fell­ur und­ir það að vera vist­hæf­ur

Ég myndi ekki vilja búa í honum, svo, nei. 

Co2 gildið eru und­ir 120g/​km, eða 105g/​km.

So what? 

Það er ánægju­legt að svo stór­ir bíl­ar geti verið með svona heppi­leg­ar töl­ur

1975 módel Cadillac El Dorado er tveggja dyra og með 8 lítra vél.  Það eru sko heppilegar tölur. 

Í til­viki Citroën Grand C4 Picasso kem­ur það raun­ar niður á öðrum töl­um, t.d. er hann dágóða stund að kom­ast úr kyrr­stöðu upp í hundrað, eða góðar 12,6 sek­únd­ur.

Hvað er svona gott við þær? 

Lip­ur er hann í það minnsta ekki.

Og ekki lipur heldur.  This bíll sökks. 

Þeir sem vilja bíl sem kemst á ör­fá­um sek­únd­um upp í hundrað vita að sjálf­sögðu hvar þeir leita að slíku tæki.

Utan frakklands. 

Það eru ef­laust ekki þeir sömu og þurfa að koma fimm krökk­um og fylgi­hlut­um fyr­ir í einu og sama far­ar­tæk­inu.

Við köllum það BMW, Benz, Ford Crown Vic, Chevy Impala, Honda Legend... osfrv...  Eða fyrir þá sem vilja virkilega stóran og snöggan bíl: Cadillac Escalade. 

Þess vegna ætla ég ekki að eyða púðri í að fjalla um snerpu.

En þú varst að eyða fullt af púðri í að tala um kolsýru. 

Sá ódýr­asti er Chverolet Or­lando sem kost­ar frá 3.890.000 kr.

Kaupið hann frekar. 

Leyfi ég mér að mæla með þeim bein­skipta fyr­ir þá sem ekki eru van­ir eða spennt­ir fyr­ir ETG6-skipt­ing­unni en hún er sann­ar­lega sér­stök og krefst þol­in­mæði sem for­eldr­ar fimm barna eiga kannski ekki til.

Frakkar... 

Dag­inn sem Citroën myndi fram­leiða fjöl­nota­bíl sem væri full­kom­lega „venju­leg­ur“ út­lits yrðu ein­hverj­ir ef­laust undr­andi.

Og mæddur, vegna þess að þá væri kominn bíll sem væri bæði óskemmtilegt að keyra *&* horfa á. 

Hann er framúr­stefnu­leg­ur með fögr­um fram­ljós­um og snyrti­legu grilli.

Það má endalaust rífast um það. 

Lín­urn­ar eru áber­andi og hönn­un­in ein­föld og stíl­hrein.

Ég held ekki að *stílhreinn* sé orðið sem ég myndi nota. 

Fyr­ir vikið er nokkuð bjart inni í bíln­um, þ.e. í dags­birtu.

Væri vissulega extra töff að vera með glugga sem gerði myrkrið bjart... 

Sæt­in eru öll still­an­leg og eru niður­fell­an­leg borð í sæt­is­bök­un­um sem ég veit að ung­um farþegum þykir ljóm­andi skemmti­legt.

Auðvelt að hafa ofanaf fyrir sumum. 

Í heild­ina litið er C4 Grand Picasso vel bú­inn fjöl­skyldu­bíll sem óvilj­andi sér til þess að ökumaður haldi sig á skikk­an­leg­um hraða.

Sem sagt, andstyggilegur bíll sem er of dýr á hálfvirði. 


mbl.is Með ódýrari 7 manna bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband