13.11.2016 | 21:45
Hvað eru allir að flýta sér?
Stress er í fólki.
Tékkum á þessu á næsta mánuði.
![]() |
Tekur lengri tíma en við áætluðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2016 | 07:31
Óttar Proppe sýnir þroska
Að hann getur unnið með mönnum, er til í að vinna með mönnum.
Óttar segir ekki bara: "ég vil ekki vera með þér!" þó hann hafi verið kosinn til þess (eins og *allir.*)
Það virðist fáheyrt nú til dags.
Skil ekki hvað hefur hlaupið í alla. Það er eins og greindarvísitalan hafi bara sigið um staðalfrávik síðan fyrir svona 10 árum. Nú eru allir militant og með allt á hornum sér.
![]() |
Æ, æ, Óttarr Proppé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2016 | 08:24
Ég skal segja ykkur af hverju þessi máni er enginn ofur-máni
Þessi máni berst ekki við glæpi.
Þetta ku vera Siglinga-Máni. Sem siglir frekar lítið, ef eitthvað. Fór kannski einusinni með Herjólfi eitthvert.
![]() |
Ekki ofurmáni heldur fullt tungl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2016 | 17:51
Þennan múr?
![]() |
Ætla ekki að borga múrinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2016 | 16:30
Hrædd við breytingar?
9.11.2016 | 07:01
Þeim verður þá alveg sama hvernig fer
4.11.2016 | 06:18
Allir vilja vera á lyfjum
Ramones vissu það
Vúúúú...
![]() |
Vafasamt Norðurlandamet í lyfjanotkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2016 | 12:31
Stórmerkilegt
1: Vissi ekki að á 39 árum væru rétt innan við 6 mænuskaðar á ári.
2: datt svosem í hug að margir af þeim væru hesta-tengdir, en hafði ekki nákvæmlega töluna. Hef hana nú! Og hún er frekar há miðað við hlutfall hestamanna af heild og "ekna kílómetra."
3: 9% ná fullum bata !!! Það hefði mér aldrei dottið í hug.
Svolítið spes að halda ekki utanum tölur um hve margir voru í beltum. Kaninn hefi gert það - en kanar eru náttúrulega nördar heimsins.
Við vitum svosem af hverju mánusköðum í bílslysum fækkar - bílar eru ekki jafn valtir nú og áður.
Einfalt.
![]() |
Bílveltur helsta orsök mænuskaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2016 | 08:48
Leigurnar halda niðri meðalaldrinum
Hmm... mínir bílar, frá því að ég keypti þá, hafa verið 15.4 ára. Grunar að það sé nokkurnvegin meðalaldurinn, án leiganna.
AMK lítur það þannig út ef ég rölti um hverfið.
Það hefur enginn efni á nýjum bíl - þeir kosta. Lágmarks bíll virðist vera 2.5 (Suzuki Swift, Opel something og sennilega eitthvað annað.) Fyrir 5 og uppúr færðu svo ágætis (ef ljótan)jeppling.
Við framleiðum þetta ekki, og það eru hellings vextir. Hvaða tekjur halda menn eiginlega að við höfum?
Til frekari skelfingar, þá taka alltaf aðeins færri bílpróf, sem hefur í för með sér áhugaverðar og skaðlegar aukaverkanir, eins og td þær að nú er farið að vanta mannskap með lyftarapróf.
![]() |
Bílaflotinn tekur að yngjast á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2016 | 23:09
En það virkar svo vel á vestræna heri/fjölmiðla
Vestrænir herir verða að hafa í huga að það er verið að fylgjast með þeim, það kemur illa út fyrir pólitíkusana sem senda þá út af örkinni að þeir séu eitthvað að plaffa á almenna borgara.
Sem er sá höggstaður sem þeris em fela sig bakvið mannlegu skildina hafa á þeim.
Þess vegna verður svona löguðu ekkert hætt.
Aldrei sér maður neinn nota mannlega skildi á móti ISIS. Vegna þess að það virkar ekkert. Þeir hafa enga móðursjúklinga heima við sem nöldra í þeim myrði þeir einhverja borgara.
Veit öryggisráðið ekki af þessu?
Hvar hafa þeir alið manninn?
![]() |
Láti af notkun mannlegra skjalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |