Sumt nýtt þarna, en kemur okkur ekkert við fyrir það.

Ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir ís­lensk stjórn­völd munu gera það sem í þeirra valdi stend­ur til þess að vilji venesú­elsku þjóðar­inn­ar nái fram að ganga og úti­lok­ar ekki að viðskipta­sam­bandi Íslands við rík­is­stjórn Nicolas Maduro verði slitið.

Eigum við viðskifti við Venezuela?  Vissi það ekki.

Hafa þeir einhver efni á að borga okkur fyrir vörur?

„Aðal­atriðið er að ríki heims sam­ein­ist um það að gera það sem þau geta til þess að vilji fólks­ins nái fram að ganga,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son...

Ég vil nú minnst skifta mér af þeirra innanríkisdeilum.

„Ástandið er óþolandi og við höf­um gagn­rýnt fram­göngu stjórn­valda í Venesúela margoft. Þetta eru slík­ar hörm­ung­ar að orð fá því ekki lýst. Það eru þrjár millj­ón­ir manna á flótta frá þessu landi sem er svo ríkt af auðlind­um, en óstjórn og mein­gölluð hug­mynda­fræði hafa haft þess­ar skelfi­legu af­leiðing­ar,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

Mikið vildi ég að þau þarna á þingi lærðu eitthvað af veseni þeirra í útlandinu.  Eða bara útlöndum almenn.  Frakklandi til dæmis.  Við erum að apa upp eftir þeim Macron og félögum allskyns ósiði.

Reyndar hef ég tekið eftir að stjórnvöld eru einstaklega nösk á ósiði til að apa eftir.  Einusinni öpuðum við eftir svíum allskyns mistök.  Svo höfum við apað eftir kananum mistök, á meðan við keppumst við að formæla það sem þeir gera þó rétt.

„Við ger­um það sem við get­um til þess að ýta und­ir það að þessi for­seti, sem hef­ur gengið fram með eins ólýðræðis­leg­um hætti og hugs­ast get­ur, sitji ekki þarna áfram í óþökk eig­in þjóðar.“

Guðlaug er ekki alvara með þessu.  Engum þarna inni er alvara með neinu af þessu.


mbl.is „Ástandið er óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband