Sniðugir menn þarna

Þetta verður betri hugmynd eftir því sem lengra líður á öldina, vegna þess til dæmis hve langt er til Keflavíkur.

Svo mætti færa miðstöð innanlandsflugs á þennan völl, fyrst RKV vill ekki hafa neitt slíkt hjá sér.  Það er líka erfitt að komast að þeim velli - það er vel hægt að plana það allt fyrirfram þarna í Árborginni.

Svona völlur mun líka draga að sér allskyns annað - til dæmis er alltaf sniðugt að hafa spítala nálægt flugvelli.

Þegar þeir eru komnir með spítalann, þá þarf meira í kringum allt fólkið sem þar mun vinna.

Næst geta þeir lokkað til sín háskólann.

Svo er spurning hvort það væri ekki sniðugt að færa höfuðborgina til Árborgar.  Selfoss kemur þar sterklega til greina.

Svo er náttúrlega bara sniðugt að búa til uppskipunarhöfn á Þorlákshöfn.  Ætti að vera auðvelt.  Miklu betri aðgangur að flugi þar þá en í RKV.  Og styttra og hentugra á allan hátt.

Bara svona svo maður hugsi málið lengra.

Þá getur RKV bara haldið áfram að breytast í gettó.


mbl.is Fundað um alþjóðaflugvöll í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband