Það hlustar enginn á textann hvort eð er

Mörgum finnst ekki nóg að auglýsa bara vörur með einfaldri mynd af vörunni, upplýsingum um hvað hún gerir og hvað hún kostar, og "kaupið þetta" svona með, til skrauts.

Menn vilja hafa músík, og eitthvert vídjó sem hvorugt koma málinu sérlega við.  Til að vekja hughrif og svona.

Menn hafa kapitaliserað á þessu, og stofnað hljómsveitir til þess að græða á að selja tónlist í auglýsingar.  Mér skilst að hægt sé að lifa á því.

Feldberg til dæmis er hljómsveit sem var í þessu.  Samdi Hagkaups lagið.

Þetta lag hefur það allt: texta sem kemur málinu ekkert við, hljómar mjög peppy og uppbyggilegt, ekkert vafasamt að gerast.

Aðrir vilja vera voða hipp og kúl og velja þekkt popplög.  Skemmtilegast var þegar Microsoft keypti eldgamalt Roling Stones lag til að hafa í auglýsingu hjá sér.  Win 95 eða eitthvað svoleiðis, man ekki hvaða version það var.

Þeir voru með þennan "start" takka þarna.  Sumir tóku eftir því að textinn við lag Rolling Stones átti heldur betur við pöddufulla og lélega vöru MS:

"You got me ticking gonna blow my top"

og:

"My eyes dilate, my lips go green
My hands are greasy
She is a mean, mean machine"

Og: 

"You make a grown man cry"

Allt hlutir sem notendur MS könnuðust margir hverjir við af eigin raun.

Ford Edge árgerð 2008 á hinsvegar vinninginn.  Eða, þeir sem auglýstu þann bíl ættu að vinna einhverskonar verðlaun fyrir þetta:

Þeir slepptu textanum.  Sem er eins gott, þó reyndar sumir segi að hann eigi vel við vörur Ford undanfarin ár:

"I m coming up only to hold you under
And coming up only to show you re wrong
And to know you is hard; we wonder...
To know you all wrong; we warn."

Og svo:

"At every occasion I ll be ready for the funeral."

Ford, maður...


Teljum niður til Júróvisjón, fjórðji hluti

Ég ætla ekkert að halda því fram að allt sem kemur úr júróvisjón sé slæmt.  Alls ekki.  Ég ætla bara ekkert að halda neinu fram um júróvisjón.

Þess í stað ætla ég að velta fyrir mer hvenær þessir fótbaltakrakkar koma loksins með snakkið sem þeir ætluðu að pranga inná mig, svo ég geti maulað einhverja bráðdrepandi fitu & sterkju mixtúru á meðan ég horfi á Kung-Fu myndir á Netflix. 

Þetta hérna er svo danski þjóðsöngurinn:


Bloggfærslur 11. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband