Þetta er alveg ofsalega dýr bíll.

Heimasíða Toyota segir mér að verðið sé 6.660.000.

Í USA kaupir maður svona á $27.000, eða 3.400.000 isk.

Til samanburðar kostar KIA Optima hybrid 4.600.000, en í USA ~33.500, eða 4.200.000 isk.  Það er mjög góður bíll.

Eða Outlander, sem fæst úr umboði á 4.7?  Kostar $36.000 í USA.

Eða Skoda Suberb á 4.7?  Góður bíll, með sætum sem eru stillanleg allskonar.

Subaru Outback á að kosta 6.000.000, og sá bíll er rammgerður eins og skriðdreki og með 4X4. (alltaf gert ráð fyrir að menn nenni ekki að rífast um verð.)

Þú getur fenguð þolanlegan nýjan BMW á minna (3 series á 6.3 millur)

Eða 2 Nissan Pulsar.  Eða 3 Fiat 500.

Það er ekki V8 og leður í Íslandstýpunni, er það?

Þarf að spyrja út í þetta.


mbl.is Toyota frumsýnir Camry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband