Hverju ætli það breyti?

Einu sinni var hér sorp-brennzla.  Ákveðið var að slökkva á henni vegna þess að menn nenntu ekki að hreinsa úr henni útblásturinn.

Um daginn ætluðu þeir svo að vera voða sniðugir og láta fólk flokka ruslið.  Þannig enduðu allir með 3 tunnur.  Að sjálfsögðu er allt tæmt í sama bílinn og blandað saman.  Hvað annað?

Svo er farið í smá ferðalag upp á land með ruslið, því það er svo umhverfisvænt og í alla staði þrifalegt.

Og þetta var bara bærinn.

Hvað mun taka við þegar Ríkið fer í þetta?

Ja, að gefinni reynzlu:

Við fáum 3 tunnur í viðbót.  Allt endar í sama bílnum, auðvitað.

Rulsið verður sent til Filippseyja, og þaðan til Kanada, og hent þar í sjóinn.

Allt þetta mun einungis kosta 4X meira en núverandi kerfi.


mbl.is „Ég er í rusli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband