Ríkið hirðir svomikið af veltunni

Hérna:

Gjaldskrá ISAVIA fyrir innanlandsflug, á PDF

1: lendingargjald.  Fyrir hvert tonn, RKV + aðrir, svo gefið að þú farir frá RKV til AEY, svona til dæmis þá er það: 1130 + 545 krónur per tonn, eða 1675 fram og til baka.

Twin Otter er fullhlaðin 5.6 tonn, sem þýðir að þú ert rukkaður um 10.050 krónur fyrir þá leið.

2: Hver farþegi 12 ára eða eldri þarf að borga 1355 frá RKV og 625 frá AEY (eða öðrum stað), eða heildarfjárhæð 1980.  Það er auðveldlega 10% af fullu fargjaldi.  Sem gerir, fyrir fullhlaðna Twin Otter, sem tekur nota bene 20 farþega: 39.600.

Nú erum við komin uppí 49.650, og ekki enn byrjuð að borga fyrir eldsneyti.  Og eldsneytið er skattlagt líka.  Svo þarf að borga crewinu.  Og það er kolefnisgjald og  ég veit ekki hvað og hvað.

Allt það þarf farþeginn að borga.

ISAVIA er ríkisfyrirtæki.  Þó bæði þeim og ríkinu leiðist ekki að ljúga öðru að okkur.  Bara við það að fella niður þetta farþegagjald er hægt að lækka verð um meira en 10%.

Annað bull og kjaftæði sem ríkið leggur á þetta, eins og td kolefnisgjald má leggja af bæði fluginu og elmenningi, okkur öllum til velfarnaðar.

En nei...


mbl.is Skerða tíðni innanlandsflugs um 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver hefur ekki gert innrás í Pólland?

Svisslendingar, Norðmenn, og mig minnir Portúgalar - en þið verðið að googla þetta síðasta sjálf.  Það er bara eitthvað sem mig minnir.

Annars hafa evrópumenn verið iðnir við Póllandsinnrásir.  Ekki allir á sömu öldinni.  En hey, það geta ekki öll stríð verið seinni heimstyrrjöldin.

Q: "80 ár eru á morg­un liðin frá því her­ir Þýska­lands réðust inn í Pól­land og mark­ar sá at­b­urður upp­haf seinni heims­styrj­ald­ar."

Það er mjög eurocentríkst viðhorf: 1937: https://en.wikipedia.org/wiki/Second_Sino-Japanese_War.  Mjög margir tóku þátt í þessu.  Sovétmenn, Bandaríkjamenn, aðrir... þetta var svona bardagi sem barst út á götu, svo að segja.

Tala látinna: fleiri en 15.000.000.

Ekki alveg þriggja kongundæma tímabilið, en hey, slatti.

Hvað um það...

Q: "Hann vilji þó nýta minn­ing­ar­viðburðinn til að vekja at­hygli á skugga­hliðum öfga og þjóðremb­ings,"

Sem er merkileg athugasemd, þar sem "öfgar" eða "þjóðrembingur" komu málinu ekkert við.  Hvað var það sem Hitler vildi meina að hann væri?  Já: miðju maður.  Og hann ætlaði að sameina Evrópu í eitt, og aðskilja alla eftir einhverjum ímynduðum kynþætti.  Ekki þjóðerni.  Og Stalín gafst upp á útþenzlustefnunni eftir fyrri bardagann við Pólland 1919-1921.  Trotský gafst hinsvegar ekki uppá þeirri vitleysu.

Jæja...

Þetta voru sósíalistar að leggja undir sig land.  Sem er eðlileg mannleg hegðun.  Alltaf þegar ríki fá of mikil völd byrja þau á svona löguðu.  Þess vegna er mikilvægt að ríki öðlist aldrei of mikil völd.

Næst ætliði að segja mér að Kipling hafi verið nýlendu-sinni.  Hverslags hálfviti myndi nú halda slíku fram?


mbl.is Mikilvægt að varast þjóðrembu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíðið bara eftir samdrættinum

Minni hagvöxtur er samt hagvöxtur.  Ekkert til að nörldra undan.


mbl.is Minnsti hagvöxtur frá 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í Texas...

.. og enginn skaut á móti?


mbl.is Fimm látnir eftir skotárás í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband