25.1.2010 | 14:56
Evran líka?
Ég veit að dollarinn er á brauðfótum - kaninn er í þeirri mjög svo skemmtilegu aðstöðu að Kínverjar stjórna næstum alveg hvert hann fer. Næstum. Og Kínverjar eru smám saman að losa sig við dollara.
Evran... ja, ef henni hefur verið haldið hárri af einhverjum stórum ríkjum, í stað þess að vera leyft að fara þangað sem hún vill, ja...
Ítalía er í evrópusambandinu. Þar var gengið alltaf á niðurleið á meðan þeir höfðu líruna. Það var bara svo vond hagstjórn þar. Ítalir eru ekkert fáir. Grikkir eru svipaðir. Svo Spánverjar. Þetta eru slömm sem þurfa sígandi gjaldmiðil.
Ég held ég yppi bara öxlum yfir þessu. Það fer sem fer.
Óttast að evran hrynji | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.