Ekkert nýtt að VG vilji ekki atvinnu

Hinsvegar er eitt:

Er þetta hernaðarfyrirtæki?  Mér heyrist á öllu að þetta sé fyritæki sem rekur þotur til æfinga.  Sem er afar praktískt fyrir heri að nota ef þeir vilja ekki þurfa að eiga fullt af þotum sjálfir.

Svo er spurning hvort Jón úti í bæ getur ekki fengið að prófa svona þotu gegn smá greiðzlu.

Maður spyr...


mbl.is Vilja ekki sjá herþotuæfingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er með ólíkindum hvað VG tekst að skemma mörg epli af þessari litlu heild sem við erum........

Jón Þ. Sig (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 20:35

2 identicon

Ætli þessar þotur séu líka til leigu í árásir og bardaga fyrir þá sem eru í stríði. Góð hugmynd, að stofna þá sprengju og skotfæraleigu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 22:10

3 identicon

Ekkert nýtt að VG vilji ekki atvinnu!!  væl

Æjj  góði besti grjót haltu túllanum og lyklaborðinu saman, Ísland á að vera herlaust land, það hljómar kannski vel að þoturnar séu "án vopna" en þetta eru samt stríðstól.  Þú ert kannski einn af þeim sem studdu þessa rambó wannabes sem voru sendir til Afganistan, í boði lýðveldisins. 

 Svo er alveg gífurleg hljóðmengun af þessum stríðstólum fyrir það fyrsta, ég bjó við hliðinna á þessu í 19 ár.

Kjartan Þórðarson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 22:42

4 identicon

Hehe það er hálf broslegt að sjá viðbrögð Kjartans Þórðarsonar. Augljóslega einn af þessum afturhaldskommum í vinstri grænum gegn allri uppbyggingu, erlendri fjárfestingu og atvinnusköpun í landinu.

Þetta fyrirtæki er að þjónusta Atlantshafsbandalagið, sem sér um að vernda landið sem og megnið af álfunni.
Heimurinn er ekki bara faðmlög og regnbogar. Þannig það er allt í góðu að leggja hönd á plóg og hjálpa NATÓ sem hefur viðhaldið stöðuleika í álfunni frá stofnun.

Stefán (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 23:06

5 identicon

Kjartan er ekki marktækur, af skrifum að dæma illa skemmdur (reyktur)  Það er nú bara þannig meðp friðelskandi kommabjálfana að þeir hafa aldrei sé heiminn með réttum augum.  Flestir vinna ekki handtak, lifa á ölmusu ríkis og eru ekki í takt við veröldina.  Stríð og átök eru hluti mannkynssögunnar og svo verður alltaf, aldrei breytt.  NATO er gott bandalag, það vita hálfþenkjandi menn.  Ekkert athugavert við þetta fyrirtæki.  Hvað með öll neyslufyrirtækin...IKEA...Nestlé...NIKE...og fl sem framleiða okkar neysluvörur fyrir skít og kanil og nota til þess þræla sem deyja í hundruð þúsunda tali árlega.... meira að segja friðelskandi kommarnir í VG (þeir sem nenna að vinna) myndu ekki vera mótfallnir atvinnu hjá slíkum fyrirtækjum.  Hafa þessir asnar mótmælt viðveru IKEA hérna??  Tvískinnungur eins og allt annað hjá þessum bjálfum.  VG er eins og sértrúaröfgasöfnuður sem er hættulegur eðlilegu samfélagi

Baldur (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 23:21

6 identicon

Þessar sveitir eru svokallaðir "bogies", þ.e.a.s. vélar þeirra eru leigðar af örðum sveitum sem þá kæmu hingað til að æfa sig í "eltingaleik".

Það gleymist í allri umræðunni að  Kef er ekki lengur herstöð og USA svæði og yrðu ÖLL umsvif svona sveitar krónur í galtóman ríkis-kassan.

Það að þessar sveitir séu ekki vopnlausar er eitt. Þær sveitir sem kæmu frá öðrum löndum hér til æfinga yrðu kannski ekki alveg jafn vopnausar... þær yrðu svona eins og létt-rjómi 87% eitthvað-lausar..

Við getum aftur á móti ekki hafnað neinu í dag.

Ef einhver vilji setja hér upp fyrirtæki er frábært. Eitthvað þurfa skinnin að éta því ekki er Wendy´s lengur í kef-basa..

Vinstri geggjaðir geta bara fengið Vestmannaeyjar og tekið þar upp árið 1976 og látið okkur hin í friði og ófriði.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 00:12

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er ekki hljóðmengun af þessu.  Þetta er peningahljóð.  Svone eins og peningalyktin í fiskibæjunum.  Ekki nöldra.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.3.2010 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband