12.4.2010 | 00:11
Förum yfir þetta:
"Þetta er í fyrsta sinn sem kosið er til sveitarstjórna eftir hrun og að því leyti er þetta uppgjör við frjálshyggju,"
Huh? Hvaða frjálshyggju? Við vorum með jafnmikla frjálshyggju og Frakkar í tíð Sólkonungsins. Ef ekki minni.
"Velferð, lýðræði, umhverfismál og atvinnu"
Orð sem hjómar vel, orð sem hjómar vel, orð sem hjómar vel og að sjálfsögðu: orð sem hjómar vel. Þess utan hafa þau enga merkingu fyrir þeim sem þau talar.
"þrátt fyrir þennan grunn hvað málefnin varðar,"
Hvað þýðir þessi frasi? Ég er ekki viss um að þetta sé íslenska.
Ákveðin mál hljóti þó að verða sístæð hvar sem er, svo sem velferð í nærsamfélaginu.
Sístæð? Nærsamfélag? WTF?
Hún segir sjálfbæra þróun nauðsyn.
Annar frasi sem ég er viss um að hvorki talandi né hlustendur skilji.
Mikið hefði verið byggt Hafnarfirði svo sem á Norðurbakka og í Vallahverfi, en ekki reynst þörf fyrir slíkt. Mikill fjöldi íbúða stæði auður og einnig hefðu verið lagðar götur án þess að nokkurt hús hefði þar risið.
Það er vandamál sem má á auðveldan og einstaklega sársaukafullan hátt leysa á skömmum tíma með frjálshyggju.
Á sama tíma er það vandamál sem verður viðhaldið á minna sársaukafullan, en margfalt langvinnari og skaðlegri hátt með einhverjum allt öðrum aðferðum.
VG í uppgjöri við frjálshyggju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
tippikal ofga feministi ap reyna að búa til frasa eins og Ingibjörg þegar hún talaði um að fara að einhenda sér í hlutina sem samspillingin er búin að læðast um síðustu ár
maggi (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.