6.5.2010 | 15:52
Lát oss nú sjá:
Ökuleyfisaldur hækkar úr 17 í 18 ár
Mistök. Þetta gerir ekkert annað en að færa slysatíðnina frá 17-20 ára upp í 18-21. Og fjölgar tilfellum þar sem aðilar eru að laumast til að aka próflausir. Sem sagt, tvöfalt klúður.
gildistími almennra ökuskírteina verður 15 ár miðað við þau ökuskírteini sem gefin eru út frá og með 1. janúar 2013.
Mér og fleirum þótti alltaf frekar magnað að fá skírteini til 75 ára aldurs. Eins og ekki sé hægt að fá alzheimer eða eitthvað þaðan af verra fyrir þann tíma.
Af öðrum breytingum frumvarpsins má nefna að gildissvið umferðarlaga er gert skýrara og byggt á þeirri grundvallarstefnumörkun að meginákvæði laganna eigi í aðalatriðum við um umferð á vegum sem ætlaðir eru vélknúnum ökutækjum sem eru skráningarskyld.
Á hvaða lyfjum þarf maður að vera til að geta skrifað svona texta? Hvað sem það er, þá þurfa þessir aðilar að hætta að taka þau, þau eru greinilega að valda heilaskaða.
Ákvæði um að þegar ökutæki mætast skuli sá ökumaður víkja sem betur fær því við komið er breytt þannig að sá sem kemur fyrr að hindrun skuli víkja fyrir þeim sem seinna kemur að.
Þarf reglur um þetta? Hver ætlar að framfylgja þeim?
Reglur um hámarkshraða utan þéttbýlis eru rýmkaðar og ökuhraði á akbraut með bundnu slitlagi og fleiri en einni akrein er samræmdur í 90 km á klst. Hámarkshraði skal ákveðinn með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum, skilvirkni samgangna og umferðaröryggi vegfarenda.
Seinast þegar þeir breyttu reglum um umferðarhraða fjölgaði umferðarlslysum umtalsvert. Og það á sama tíma og umferð minnkaði, og fólk á þeim aldri sem lendir í megninu af slysunum flutti úr landi.
Heimild: http://www.rnu.is/Files/Skra_0036043.pdf
Nú eru meira en 10.000 manns, allir á aldrinum 18-35 fluttir til Noregs, bensín kostar meira en bjór og allir eru að missa vinnuna svo þeir hafa ekki lengur efni á að keyra, svo slysum hefur aftur fækkað.
Telst það vel heppnuð aðgerð?
Heimilt verður að láta eiganda eða umráðamann ökutækis sæta refsiábyrgð á hlutlægum grundvelli, þ.e. án þess að sýnt sé fram á sök hlutaðeigandi. Á það við þegar hraðakstursbrot er numið í löggæslumyndavél.
Góðar fréttir: við fundum bílinn sem var stolið af þér fyrir viku. Slæmar fréttir, þú skuldar sektir uppá 2,8 milljónir fyrir akstur yfir á rauðu ljósi hvað eftir annað á sömu gatnamótunum og á nokkrum hraðamyndavélum hér og þar um bæinn.
Þeir ættu að apa nokkrar reglur eftir Bandaríkjamönnum. Þeir reyna að koma á öryggi. Ekki hér, hér snýst þetta um stjórn, ekki öryggi. Ofbeldi, ekki hentugleika.
Ökuleyfisaldur hækki í 18 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Eru 15 ár ekki full stutt? held að 30 ár sé nær því.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 15:57
Skotvopnaleyfið gildir í 10 ár. Af hverju má ökuleyfið ekki gilda í 15?
Hvað gilti það lengi í denn?
Ásgrímur Hartmannsson, 14.5.2010 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.