27.8.2010 | 17:18
Auðvitað er segulsvið hér eins og annarsstaðar
Hvernig eiga áttavitarnir okkar að virka án þess?
Hvað segja þeir hinsvegar um rafsvið? Þau, ólíkt segulsviðum eru lítið þekkt, og sum hver hugsanlega skaðleg. (Þekkt dæmi héðan - þar sem rafsvið er talið hafa valdið vel yfir 90% seiðadauða í fiskeldisstöð. Það var lagað með réttri jarðtengingu, en þá var það löngu orðið of seint.)
Segulsvið í íbúðum hér svipað og í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Rafsvið og segulsvið eru náskildir hlutir og hvorugur er illa þekktur. Gjarnan er aðeins talað um rafsegulsvið. Því eins manns segulsvið er annars manns rafsvið og öfugt. Tengslin þarna á milli felast aðeins í því hvort hleðslur eru á hreyfingu eða ekki afstætt miðað við áhorfanda eða mælitæki. Ég á erfitt með að ímynda mér hvernig þessi svið hafi lífeðlisleg áhrif á fólk eða dýr, það kann þó að vera en ég er ekki neinn sérfræðingur í því. Mig grunar helst að í fiskeldinu hafi orðið eitthvað óæskilegt spennufall í vatninu og jónun átt sér stað.
Elías (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 18:31
Ef bæting á jarðtengingu lagaði fiskeldismálið þá hljómar það í fljótu eins og jarðtengingarmálum í tækjabúnaði viðkomandi stöðvar hafi verið ábótavant, jafnvel leitt út og ÞAÐ hafi valdið seyðadauða.
Ófullnægjandi (eða rangt frá gengnar) jarðtengingar eru mjög hættulegar. Það getur t.d. orðið þannig að jarðtengingin sé hálf "læv", eða með þónokkra spennu og ef það er málið þá geta t.d. allar málm vatnsleiðslur gefið "stuð" og saltvatn verið vel og vandlega hlaðið.
En eins og Elías benti réttilega á þá eru rafsegulsvið þokkalega þekkt. T.d. eru þau notuð á stjórnaðann hátt með MJÖG miklu afli til að trufla taugaboð í heilarannsóknum (TMS). Svo lengi sem þetta er ekki jónandi þá er ekkert stór vandamál.
Ari Kolbeinsson, 27.8.2010 kl. 19:41
Glöggur ertu bloggvinur. Ég sá ekkert athugavert við þessa fyrirsögn fyrst er ég las hana. En auðvitað eru einungis fávitar sem átta sig ekki á því að hér á landi er segulsvið eins og annarsstaðar.
Jón Halldór Guðmundsson, 28.8.2010 kl. 09:43
"Raf"svið eru lítið þekkt. "Rafsegul"svið eru meira þekkt, þar sem hlaupið er til og þau rannsökuð í hvert sinn sem einhver sem býr við hliðina á spennistöð fær hausverk.
Það er munur.
Vitað er að rafsegulsvið ein og sér gera ekkert við heilsu manna. Óbeint - ó já - en ekki beint. Rafsvið hinsvegar er ekki enn búið að rannsaka í þaula.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.9.2010 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.