24.10.2010 | 20:49
Magnað ef satt reynist
Þeir hafa orðið svo margar sprengjuvörpur að þeir eru farnir að skjóta þeim? Maður spyr sig, af hverju? Eiga þeir kannski ekki skot í sprengjuvörpurnar? Hvaða tól nota þeir svo til þess að skjóta sprengjuvörpunum?
Mér dettur helst í hug að þeir ljóti að vera með annað hvort valslöngu, eða virkilega stóra teygjubyssu.
Hverju taka þeir svo uppá að skjóta þegar þeir eru uppiskroppa með sprengjuvörpur? Bjórdælum?
![]() |
Skjóta sprengjuvörpum frá Gaza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Góð og þörf athugasemd.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.10.2010 kl. 21:33
Hahaha já það er erfitt að skjóta þeim nema snúa þeim kannski öfugt...
amature fréttamennska :(
Íslendingur (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 22:39
Ég er ekki sannfærður um að þetta sé árangursrík hernaðartækni.
Ef satt reynist.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2010 kl. 23:15
Mér finnst trúlegt að bjórdælur verði næsta vopn.
Jón Halldór Guðmundsson, 25.10.2010 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.