11.11.2010 | 21:39
Ég hef verið að velta fyrir mér:
Mig grunar að það séu tengzl milli þess hve leiðinlegt er að búa í gefnu landi og sjálfsmorðtíðni. Það er kenning sem ætti að vera hægt að prófa empírískt.
Það er samkvæmt minni kenningu alveg agalega leiðinlegt og mannskemmandi að búa í Japan, þess vegna er þar ein hæsta sjálfsmorðtíðni í hinum iðnvædda heimi. Rússland er heldur ekkert skemmtilegt. Þau eru nr 4 og 5 á listanum. Á eftir Hvíta-rússlandi og S-Kóreu.
Það er uþb jafn slæmt að búa á Íslandi og í USA.
Af einhverjum ástæðum drap sig enginn á Haití árið 2003. Hvað hafa þeir sem við höfum ekki? Eða, hvað hafa þeir ekki sem við höfum?
Sjálfsvíg eru samfélagsmein sem nauðsyn er að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Haítíbúar eru hressir, dansa mikið, nota mikið tónlist og eiga líflega og litríka menningu, sem er kannski snarklikk, en alla vega nóg fóður fyrir hægra heilahvelið. Vinstri-heilahvels-samfélög deyja á endanum út, ef ekkert fóður og fútt í þetta kemur. Það þarf brauð og leika, það þarf eitthvað ópíum líka, trúleysi og leiðinda pragmatismi drepur.
Karlinn (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 01:20
Japan er reyndar alveg stórskemmtilegt land, en þar eru sjálfsmorð mjög svo samofin menningu þeirra, því miður.
Rebekka, 16.11.2010 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.