9.2.2011 | 18:08
Förum yfir vopnabúrið:
"35 rifflar & 77 skammbyssur"
Svo maðurinn hefur áhuga á skotvopnum. Hann hefði þá samkvæmt þessu átt að flytja til Sviss, fyrst þetta er vandamál þarna.
"sérstakur árásarriffill"
Sem er?
"vélbyssur"
Aftur: Sviss, ef þetta er vandamál. Eða ísrael - en þeir eru að vísu frekar miklir rasistar - vilja bara gyðinga...
"sprengikúlur"
Í hvað? Sprengikúlur fara í fallbyssur, að öllu jöfnu.
"Auk þess átti maðurinn afar hættulega hnífa, sem eru bannaðir í landinu."
Voru þeir með egg á handfanginu líka? Eða bitu þeir illa? Hvað gerði þá sérlega hættulega?
Veglegt vopnabúr öldungs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Hitt er annað mál að vopnaeign á að vera skrásett og menn eiga að uppfylla skilyrði um að fara með vopn og gæta þeirra. Hér á landi eiga margir mörg vopn án þess að teljandi útaf hafi borið. Það þarf ekki að fara til Sviss til að finna fólk sem safnar vopnum og gætir þeirra eins og sjáldurs augna sinna. Þetta fólk er ekki teljandi hættulegra en annað fólk.
Halldór Jónsson, 9.2.2011 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.