Það var og...

Förum yfir þetta aðeins:

„Ég tek heilshugar undir þessi sjónarmið og hef sjálfur lengi bent á að þegar að valið stendur á milli einkaeignaréttar annars vegar og mannréttinda hins vegar að þá ber að forgangsraða í þágu mannréttinda,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, 

Svo segir Lilja Móses:

„Ég tek heilshugar undir þessi sjónarmið og hef sjálfur lengi bent á að þegar að valið stendur á milli einkaeignaréttar annars vegar og mannréttinda hins vegar að þá ber að forgangsraða í þágu mannréttinda.

Eignarréttur er semsagt ekki mannréttindi?

Engin furða að við séum á botninum, og að moka okkur lengra niður.  Þetta tvennt er ekki aðskiljanlegt, þá það sé misskiljanlegt.  Fólk er ekki maurar, það vinnur ekki bara vegna þess aðþað er til.  Það þarf að styrkja þá hegðun.  Annars fer fólk bara til Noregs, Kanada, eða eitthvað annað.

Og hvað er það sem ég á við með því? Jú, ef spurningin snýst um að tryggja einkaeignarétt á kostnað réttinda þeirra sem að þurfa að reiða sig á almannatryggingar, þeirra sem að standa verst að vígi í samfélaginu, að þá ber okkur að forgangsraða í þágu hinna síðarnefndu.

Segir Lilja M.

Lilja M fellur í hagfræði að eilífu.  Hefur hún aldrei heyrt Rússneska málsháttinn: "Það sem allir eiga, það á enginn"?

Auðvitað er það mjög slæmt ef að hinn almenni maður tapar eign sem hann á inni á bankabók.

Það segir mönnum að reiða sig ekki á bankana.  Sem veldur því að erfiðara verður að reka bankana.

Hitt er harmur ef draga þarf úr réttindum þeirra sem þurfa að reiða sig á almannatryggingar eða heilbrigðiskerfið.

Hvað með réttindi þeirra sem þurfa að halda uppi öllum þessum aumingjum?  Ég meina verkamenn?  Þeir eiga eignir - hús, bíl, pening.  Mega þeir það ekki?

Þannig að þetta er barátta sem er háð í öllum heiminum núna, á milli fólks og fjármagns.

Ekki það sem þú sagðir.  Það sem Lilja ýjaði að, var að það væri 2 konar fólk: aumingjar sem ekki vinna, heldur eru bara veikir og á bótum, og hinsvegar fólk sem á eitthvað.

Sem er töluvert mikið á skjön við raunveruleikann, og hún myndi sjá ef hún hefði þurft að vinna handtak á ævinni.

... allur hinn stofnanalegi umheimur, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Evrópusambandið, auk Breta og Hollendinga, sameinaðist um að reyna að knýja okkur til undirgefni.“ 

Hvað fær hana Lilju M til að halda að okkur varði nokkuð um hótanir þeirra?

„Ég hef skynjað allan tímann að lykillinn að því að sannfæra umheiminn [í Icesave-deilunni] er að gera honum grein fyrir því að þetta er ekki deila fyrst og fremst milli þjóðríkja, heldur deila milli viðhorfa, afstöðu, og hún er þvert á landamæri,“ segir Ögmundur Jónasson.

Nei, ekki að öllu leiti.  Þetta er deila milli stofnana.  AGS & EB vs hin og þessi þjóðríki.  Fyrir þeim skiftir fólkið engu máli, enda eru þetta allt frekar fasísk batterí.

Það er eins gott að þessir evrópsku mótmælendur séu ekki með sag á milli eyrnanna, heldur sjái hverskonar lið við höfum kosið yfir okkur hérna, og afleiðingarnar af því, og láti sér ekki detta í hug að leika það eftir.


mbl.is Evrópskir mótmælendur horfa til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá að evrópskir anarkistar séu sammála Íslenskum anarkistum.

Þessir mótmælendur virðast þó ekki með nokkru móti gera sér grein fyrir hvað felist í íslensku leiðinni, því við vitum það í rauninni ekki sjálf.

Kannski getur kennitöluflakk orðið næsta útflutningsvara okkar Íslendinga, hver veit.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 23:28

2 identicon


Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr 59/1992 1. grein. Markmið þessara laga er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagslegraþegna og skapa þeim skilyrði til að lifa eðlilegu lífi.

Og svo mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna 25 grein, eiga allir rétt á lífskjörum sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra sjálfra og fjölskydu þeirra. Telst þar til fæði, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félgagsleg þjónusta svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis,veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli, eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki gert við.

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr 40/1991, 1. grein. Markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar.

Svitarfélögin hafa nú málefni fatlaðra á  sínum vegum.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 23:45

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Jón: vonum ekki, þeir eiga alveg fullt í fangi með sín eigin efnahagshryðjuverk án nýrra frá okkur.

Sigrún: Um helgina hitti ég náunga sem var lamaður að mestu - alveg fyrir neðan mitti, svona 50/50 fyrir neðan háls.  Sá vinnur fyrir sér, og ekki við að búa til kerti heldur.  Hann er dr. í einhverju læknisfræðilegu.  Fullt af tekjum.  Svona gæjum ber maður virðingu fyrir.

Allir aðrir mega rúlla niður stiga.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.5.2011 kl. 14:40

4 identicon

Ásgrímur Hartmannsson.

Þakka kaldar kveðjur til mín og annarra öryrkja.

Ég þarf ekki að fjölyrða um álit okkar á þér. Vonandi ertu eina eintakið

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 15:11

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekki leggjast í kör strax.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.5.2011 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband