3.10.2011 | 11:36
Ekki eins og við vitum ekki hvað þetta hefur í för með sér
Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir sérstökum launaskatti á fjármálafyrirtæki
Ég veit hvað skeður næst: fjármálafyrirtæki sjá sér ekki hag í að ráða fleiri. Þeir munujafnvel minnka við sig. Búumst við uppsögnum í fjármálageiranum á næsta ári út af þessu.
og áætlar fjármálaráðherra að úr honum fáist 4.500 milljónir króna í tekjur fyrir ríkissjóð.
Dream on. Einhver segi þessum pjakki hvernig raunveruleikinn virkar.
Hjá lífeyrissjóðunum starfa rúmlega 200 manns en hjá bönkunum starfa á milli 4.000 og 5.000 manns.
Skattgreiðendum mun þá fækka um, hvað skal segja, 500-600 manns. Lauslega áætlað.Hækkun launakostnaðar getur því þýtt fækkun starfsfólks eða hækkun þjónustugjalda eða vaxta.
Nei, mun þýða. Ekki getur þýtt. Hækkun gjalda og fækkun starfsfólks verður staðreynd.
Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segist ekki trúa því að ríkisstjórnin ætli sér að leggja sérstakan skatt á eina starfsstétt umfram aðrar.
Haha!
Friðbert telur það líka sérstakt að ríkisstjórn sem kennir sig við velferð og jafnrétti skuli leggja sérstakan skatt á stétt þar sem 75 prósent starfsmanna eru konur.
Við hverju býst hann af kommúnistum sem gera ekkert annað en að hlaða undir það sem Lenín sjálfur kallaði afætur?
Ég er þessa stundina staddur á ráðstefnu starfsmanna fjármálafyrirtækja í Evrópu...
Ísland, hef ég tekið eftir, á ekkert sameiginleg með evrópu. Við erum í sama flokk og Zimbabve.
Ekki liggur fyrir hver framkvæmd skattlagningarinnar verður né heldur hvers vegna skatturinn er sérstaklega lagður á fjármálafyrirtæki.
Ég veit af hverju: "af því bara."
Hugsanlega eru menn að gera þetta til að halda niðri ofurlaunum...
Uhm... jæja?
Nei, félagi, þetta er annað af tvennu: hrein heimska, sem gefur til kynna að stjórnvöld séu samsett af fólki sem ætti þá undir eðlilegum kringumstæðum að vera á Sólheimum undir eftirliti sér gáfaðri einstaklinga eins og Reynir Péturs svo það fari sér ekki að voða með því að borða lím; eða þetta er illska, ætlað einungis til þess að setja landið aðeins hraðar á hausinn.Fjárlagafrumvarp 2012: Nýr launaskattur í vændum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.