15.10.2011 | 23:33
Ég hef grun um hvernig þetta endar:
Öll evrópa fer á hausinn í rólegheitunum á næstu 10 árum.
Kjósendur kalla yfir sig kommúnista. Það veldur langvarandi kreppu næstu 50 árin.
Kína breiðir úr sér, og sér tækifæri til að láta framleiða ódýrt skran í Evrópu.
... nema...
Kannski ákveða þjóðverjar að þeir vilji ekki lengur taka þátt í að borga skuldir annarra. Kannski ákveða kjósendur allra landa að þeir vilji ekki borga skuldir annarra. Þá fer bara allt að helmingur evrópu á hausinn, og þetta fer að ganga meira eðlilega.
Ekki fullkomlega eðlilega samt - ég er ekki slíkur draumóramaður.
Lofa stöðugleika og trausti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það verður að núlla fjármálakerfi heimsins, og taka raunverulegt siðferði í notkun, og slökkva á upplognu ræningja"siðferði" bankanna, sem stjórna heiminum í dag.
Verkefni þjóðarleiðtoganna er stórt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2011 kl. 23:47
Algjörlega sammála henni Önnu Sigríði hérna. Það verður að koma ný peningastefna hérna ásamt nýju hagkerfi.
Það á að núllstilla allt kerfið og byrja upp á ný, við eigum að leyfa okkur að hafa lægri vexti á húsnæðislánum en öðrum lánum, við eigum að hætta þessu verðtryggingar og vísitölubulli á lánaformið en setja verðtryggingu aftur á öll laun í Landinu.
Við eigum að leyfa okkur að eignast hlutina hvort sem það er hús eða bíll. Eins og þetta er í dag þá er alveg sama hvað fasteign eða bíll verða gömul þau virðast halda hæðsta verðlagi út í hið óendarlega eins það sé alltaf um nýja hluti að ræða...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.10.2011 kl. 08:19
Þjóðarleiðtogarnir ráða ekkert við þetta - reyndar eru þeir hluti af vandamálinu, flætir í allt heila hafaríið.
Og þetta mun núllstillast. Á versta veg.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.10.2011 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.