Auðvitað, þau eru eitruð.

14.000 manns?  Það er eins og 14 hérna.

Ekki mikið, reyndar, ef maður spáir í því.  Að öllu jöfnu eru 1.3% af þýðinu eiturlyfjafíklar, svo hér ættu að vera í kringum 4000 virkir neytendur. 

Veit ekki hvað veldur - kannski er búið að breyta heilbrigðiskerfinu þarna eitthvað, sem gæti ýtt fólki frá götu-efnum yfir til apótekarans?

Skil samt ekki fjölgun dauðsfalla út af þessu.  Hafa allir efni á meira af þessu allt í einu?  Eða gæti skýringin verið einfaldlega bara að nú er tékkað, en ekki áður?  Ég meina, skoðað hvað í raun drap viðkomandi?

Það er sitthvað sem kemur til greina.


mbl.is Verkjalyf draga þrefalt fleiri til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Í nágrannalöndum þá er birt öðru hvoru í fjölmiðlum tölur samkvæmt skýrslum um fjölda dauðsfalla sem rekja má beint til ofnotkunar á verkjatöflum Aðal orsökin er lifra-og nýrnaskaði sem veldur skertri starfsemi, sem að lokum dregur viðkomandi til dauða það þarf mikla notkun í langan tíma. Í viðtölum þessu tengdu ofnotkun á verkjalyfjum nefnir fólk að það sé farið að taka inn verkjatöflur við aukaverkunum af verkjatöflunum eins og t.d. höfuðverk og öðrum einkennum vanlíðunnar, Oft má sjá mikinn bjúg í andliti og þrota undir augum þegar fólk hefur notað mikið af verkjatöflum, t.d. út af stöðugum bakverk eða einhverju öðru. Spurning að leita annara leiða til að leysa vandann.

Sólbjörg, 2.11.2011 kl. 09:25

2 identicon

Maður bara spyr sig ef að þetta drepur fleira fólk á ári en kókaín og heróín samanlagt af hverju er þetta löglegt en kókaín og heróín ólöglegt?

Hvað þá með kannabis? Það drepur ekki neinn og hefur aldrei gert það. Af hverju skyldi það vera ólöglegt?

 Algjörlega glórulaust.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 11:44

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sólbjörg: maður tekur ekki verkjatöflur út af bakverk.. maður stendur upp og hreyfir sig.  Ég tala af reynzlu hérna.

Þetta veit fólk ekki, eða er sama, eða er bara að eltast við verkjalyf.

Jón: lyfjalöggjöf meikar engan sens.  Á heldur ekkert að gera það.  Af því bara.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.11.2011 kl. 17:00

4 Smámynd: Sólbjörg

Raunveruleikinn að fjöldi fólks þjáist af brjósklosi og bakverkjum því tengdu og hakkar í sig verkjatöflur. Eins og þú segir sumir eru afar hrifnir almennt af verkjatöflum. Sem betur fer eru margir sem standa upp og gera teygjuæfingar eða út að ganga, frábært. :*

Sólbjörg, 2.11.2011 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband