14.11.2011 | 20:07
Lítið á björtu hliðarnar:
Kannski er almenningur í Lýbíu með þessi vopn núna, og er kannski ekkert á þvi að láta þau af hendi. Þá þurfa Búrkínamenn og Nígerar ekki að hafa neinar áhyggjur.
... á svörtu hliðinni er svo að þetta gæti allt lent í höndunum á einhverjum bjánum sem hafa ekkert með vopn að gera, td næstu ríkisstjórn Lýbíu, eða verra: sameinuðu þjónunum. Hver veit hvaða skúrkar fá vopnin ef það skeður?
Vopn frá Líbíu valda áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það er hægt að taka þetta "kannski" úr formúlunni. Það er vel skrásett að stjórn gaddafis vopnaði mikið af almúganum til að berjast gegn uppreisnarmönnunum.
Verra er hvernig er farið fyrir svörtu fólki núna í Líbýu.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 20:30
Það var minna af almúganum sem hann lét vopna - hans fólk var í talsverðum minnihluta. Svo mjög að uppreisnarmenn náðu fyrstu borginni með grjótkasti. Svo réð hann málaliða. Sem voru/eru svartir (fer eftir hvort búið er að ná til þeirra hvort þeir eru eða voru.)
Kynþáttaforómar eru annars alþjóðlegt fyrirbæri sem hefur aldrei nennt í litgreiningu.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.11.2011 kl. 22:55
Benghazi náðist með steinum og grjóti já, en fréttir um málið benda að þar hafi líka verið heimagerðar sprengjur. T.d sem opnaði þeim leið inn í hervirkið það framdi sjálfsmorðssprengju til að veita þeim aðgang. Svo er ekki skrýtið að herinn hafi verið undir en Qaddafi var aðeins með 50 þús manna her í öllu landinu, af ótta við að herinn tæki yfir.
Skýrsla frá amnesty segir að engin ummerki hafi verið um afríska skæruliða en aftur á móti var mikið um lygasögur frá uppreisnarmönnunum þar sem að þeir lugu, ýktu tölu látinna eða reyndu að falsa sönnunargögn.
Ástæðan fyrir þessa kynþáttahatri er líklegast vegna þess að flest öll störf í iðnaðargeiranum voru gefin til farandsverkamanna frá Afríku.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 07:57
Ef þú ert Afrískur skæruliði í Afríku, skilurðu þá eftir þig ummerki? Lýbía er í Afríku. Utan Lýbíu, meinarðu?
Hvað um það - þeir sem eru vopnaðir í Lýbíu núna, eru það ekki í boði Gaddafí, heldur þrátt fyrir bann hans. Og líklega er best að þeir séu þannig sem lengst. Afríka er ekki staður þar sem þú vilt vera óvopnaðir í miðju upplausnarástandi.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.11.2011 kl. 19:53
Hafsteinn hefur lög að mæla.
ég mæli með því Ásgrímur að þú takir meira mark á orðum Hafsteins. svo er gnægð lesning til um Líbíu á árum Gaddafi á netinu. það er nefnilega merkilegt að lesa um hversu öflugt hagkerfið og lífskylirði voru í Líbíu. en auðvitað er ekki eðlilegt að hafa sömu valdaklíkuna við völd í svona langan tíma.
helmingur þessa 50 þúsund hermanna sem Líbía hélt vopnuðum voru landamæraverðir. 25 þúsund hermenn þjálfaðir fyrir átök.
þegar Tripoli féll, varð sprenging í morðum á þeldökku fólki. fólki sem lagði mikið á sig til að komast til Líbíu vegna góðærisins sem þar var í olígeiranum og fleiru. á sama tíma og morðunum á þessu þedökka fólki fór a skjótast inn í vestræna fjölmiðla, þá bárust fréttir, einnig frá vestrænum fjölmiðlum að uppreysnarmennirnir ættu erfitt með að sjá munin á þeldökka vinnufólkinu sem vann láglaunastörf landsins og vopnaðra málaliða.....þarna er komin ein af rótum lyga uppreysnarmanna um vopnaða málaliða, sem var aldrei raunin....fjölmiðlar vesturlanda lugu til um þetta....eins og svo margt annað meðan á stríðinu stóð. enda voru NATO og fjölmiðlar vesturlanda á bandi uppreysnarmanna.....það er nú búið að sanna og ICC er að kanna málaferli á hendur NATO vegna stríðsglæpa í Líbíu.
el-Toro, 16.11.2011 kl. 01:01
Lestu þetta:
http://exiledonline.com/war-nerd-libya-by-da-yout-for-da-yout-for-now/
Ég stend við upphaflega póstinn. Hvaða hernaður sem verður í Líbíu er ekki á leiðinni neitt.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.11.2011 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.