7.12.2011 | 17:00
Já, gæti verið skemmtilegt.
Vitið þið af hverju Kínverjar létu smíða flugmóðurskip?
Ég skal segja ykkur:
Hernaður gengur ekki bara út á að skjóta á andstæðinginn. Þetta vita Kínverjar. Mjög augljóslega. Sko, ef þeir smíða flugmóðurskip, þá sjá Bandaríkjamenn: Hey, Kínamenn eru að smíða flugmóðurskip! Þá þurfum við fleiri flugmóðurskip, til að minnka flugmóðurskipabilið!
Og þeir henda slatta af pening sem þeir eiga ekki í það, og mikið af framleiðzlugetu líka.
Mistök, það.
Kínverjar eiga nefnilega nokkrar eldflaugar, sem nýtast vel til að vinna á flugmóðurskipum. Þær heita eitthvað á kínversku - það er algert aukaatriði. Aðalatriðið er hvað þær eru:
Grjót á priki.
Ég er ekki að ýkja mikið. Kínverjar eru með eldflaugar, sem eru bara rakettur með smá steinsteypu fremst. Þegar þetta er komið nógu hátt upp, þá er þessu snúið í átt að skomarkinu, og dettur svo bara niður.
Við þessu er ekkert hægt að gera. Flugmóðurskip eru frekar svifasein, svo þetta mun detta á þau, og grjót sem fellur utan úr geimnum nær ansi miklum hraða, og kemur niður af meira afli en grjót sem dettur bara niður úr 100 metra hæð.
Þessi bardagi stendur yfir í minna en viku.
Kínverski sjóherinn í stríðsham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Las einhverstaðar að þeir gætu skotið á gervihnetti líka, veit ekki hvort það er þeirra tækni eða alþjóðleg tækni
Bjössi (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 20:54
Það eru víst nokkrir sem geta það. Það er ekki mjög erfitt ef þeir koma eldflaug út í geiminn á annað borð.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.12.2011 kl. 22:46
þessi tvö lönd munu aldrei fara í stríð það er á tæru. Fyrir það fyrsta þá eru það Kínverjar sem halda USA uppi með kaupum á skuldabréfum frá USA. Nr tvö er svo það að þau eru bæði kjarnorkustórveldi og slíkt stríð endar með tortímingu beggja og það vita allir.
óli (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 23:48
Ekki við hvort annað kannski - ekki beint. En þeir þrá stríð - til þess að róa lýðinn. Og geta vel farið í smá stríð by proxy. Það hefur verið gert áður.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.12.2011 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.