11.1.2012 | 16:43
Þessir kínverjar...
1: Það er vírus á vef Háskólans í Tævan.(1)
2: "mun uppbyggingin kalla á viðbrögð af hálfu Bandaríkjahers." Það er það sem þeir reiða sig á. Fyrsta skref hernaðarins, reyndar.
Vígbúnaðarkapphlaup er visst form af hernaði, sem er stórskaðlegt efnahag þeirra sem taka þátt, án þess þó að valda miklu mannfalli. Meiriháttar "stríð" hefur nú þegar unnist með þessari taktík. Sá aðili sem á minni pening og/eða býr yfir lélegra hagkerfi mun óhjákvæmilega vinna. Hinn verður gjaldþrota.
Við sjáum hvert þetta leiðir...
3: "Sá hugsunarháttur er ríkjandi í Kína að landið eigi að endurvekja stöðu sína eins og hún var í því sem álitið er glæsileg fortíð þjóðarinnar." Það er eins gott að það sé annað hvort "Warring states" tímabilið, eða Þriggja konungdæma tímabilið. Ef ekki, þá er heimurinn í djúpu taði.
4: "Kínverjar halda því jafnan fram að nýlenduveldin í vestri hafi haldið Kína niðri. " Ég fæ ekki séð að hann hafi rangt fyrir sér.
5: Hernaðaruppbygging getur haft 2 jákvætt í för með sér: fullt af fólki fær vinnu. Hér þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða uppiskroppa með pening, vegna þess að Kínverjar eiga alla peninga á jörðinni og meira til í formi skulda. Og 2: allir óæskilegu letingjarnir sem annars væru starfandi við slór eða óeirðir fá eithvað að gera úti á hafsauga. Það þarf.
Þriðja heimstyrrjöldin? Byrjuð... en lítur aðeins öðruvísi út en sú á undan, sýnist ykkur ekki? Einhver hefur verið að læra af kalda stríðinu. (Það er sársaukafullt að hugsa til þess hverjir stjórna í hinu liðinu. Það er eins og þeir sjái ekki að það er verið að spila með þá.)
*1: Kínverjar fatta að netið er vopn. Miðað við það sem ég hef lesið frá USA, í sambandi við SOPA og annað slikt, er ekki víst að kaninn fatti það.
![]() |
Búa sig undir vígbúnaðarkapphlaup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Dude, Kaninn er áratugum á undan Kína í tækni og hernaði.
Itsuart (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 18:40
Tækni er ekki nóg ef heilinn á bakvið er í fríi á Tenerife.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.1.2012 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.