15.1.2012 | 17:01
Fyrst þeir eru á annað borð byrjaðir, því ekki banna Íslenska hestinn?
Ég meina, hver þarf hest? Enginn.
Á hverju ári slasast hellingur af fólki, þar á meðal mörg börn, í hestaslysum. Það líður ekki ár án þess að einhver lamist.
Hestarni bíta, stíga á fólk, sparka í það og missa það af baki.
Og svo er óþrifnaðurinn af hrossahaldi: stór svæði í Reykjavík og víðar lykta eins og Vesterbrogade, bara vegna þess að hesthús eru í nágrenninu. Svo veit maður líka alltaf hvar hestamenn hafa verið á ferð, því í slóð þeirra liggur löng, oft óslitin lína af taði. Það er af þessu óþrifnaður, smithætta og kostnaður við þrif.
Fólk kvartar nú þegar yfir því að kettir gangi örna sinna í sandkassa. Hestar gefa frá sér tað í hvert skifti sem er að rúmmáli meira um sig en heill meðal-köttur.
Það þarf enginn hest, og þeir eru skaðlegir á nokkra mismunandi vegu. Þess vegna legg ég til að þeir verði allir gerðir uppteknir með lögum, og þeim eytt til hagsmuna og öryggis fyrir almenning.
Hugsið um börnin, bannið hesta nú þegar.
Unnið að nýjum vopnalögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr. Hvumpinn hefur lengi flokkað hesta sem meindýr
Hvumpinn, 15.1.2012 kl. 19:31
Sammála hestar eru mikið hættulegri en skotvopn.
Hreinn Sigurðsson, 15.1.2012 kl. 20:23
Bann við skammbyssum og takmörkun skotvopna við 20 stenzt ekki alþjóðleg lög. Skammbyssur voru bannaðar hér áður, en Íslendingum var bent á, að það væri mannréttindabrot. Þarf Ögmundur að endurtaka fyrri mistök? Ýmsir safna skotvopnum frá ákveðnum tíma, eins og aðrir safna mynt eða frímerkjum. Ætlar Ögmundur að bregða fæti fyrir safnara. Hann setur þá kannski í lög, að frímerkjasafnarar megi í mesta lagi eiga 20 frímerki. Og hvaða mælikvarða ætlar maðurinn að nota til að mæla, hvort menn séu reglusamir? Ég held að Ögmundur sé bara að missa allt niður um sig. Hvaða vit er þá þí því, að börn geti keypt skæri og skrúfjárn? Veit Ögmnundur ekki, að slík verkfæri hafa oft verið notuð við morð? Svo ætlar hann að herða reglur um flugelda. Ætli stjörnuljós verði ekki á endanum bönnuð, ef þessi vinstri stjórn fer ekki frá.
Stefán (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.