Af hverju?

Af hverju má ekki bara nota orðið "barnaklám?"

Ég geri ráð fyrir að flestir skilji orðin "barn" & "klám," nema þessir örfáu sem annaðhvort búa yfir miklum brotavilja, nú eða bara hreinlega kunna ekki íslensku.

Svo, hver er tilgangurinn með að breyta?  Þarf virkilega að nota eitthver newspeak í þetta?  Hvernig á það að vera betra?


mbl.is Hverfa á frá barnaklámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þegar stórt er spurt...

Villi Asgeirsson, 21.1.2012 kl. 18:14

2 Smámynd: Stjörnupenni

Klám er augljóslega eitthvað sem fólk tekur sjálfviljugt þátt í og á ekki við þegar börn eiga í hlut.

Svona eins og einhver myndi kýla mann í andlitið niðri í bæ og kalla það hnefaleika.

Stjörnupenni, 21.1.2012 kl. 18:29

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fullorðinsklám er yfirleitt "leikið" af konum sem vildu frekar vera að gera eitthvað annað.

Villi Asgeirsson, 21.1.2012 kl. 18:32

4 Smámynd: Stjörnupenni

Ég vildi yfirleitt vera að gera eitthvað annað þegar ég er í vinnunni.

Þetta er samt útúrsnúningur.

Stjörnupenni, 21.1.2012 kl. 18:37

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nafnabreyting er útúrsnúningur.

Villi Asgeirsson, 21.1.2012 kl. 18:43

6 Smámynd: Stjörnupenni

Þú um það,

ég held ég hafi bent á góðan punkt í mínu fyrsta kommenti.

Stjörnupenni, 21.1.2012 kl. 18:50

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nema að fæstar konur sem leika í klámi eru að gera það af því það er svo gaman að sofa hjá. Þær eru yfirleitt í þessu vegna fíknar, heimilisaðstæðna eða annars sem hefur gert þeim ókleyft að vinna venjulega vinnu.

Klámframleiðsla byggir á mannréttindabrotum. Mér finnst engu máli skipta hvað við köllum þetta. Við eigum að vera að vinna í því að uppræta þetta helvíti, ekki rífast um hvað þetta heitir.

Villi Asgeirsson, 21.1.2012 kl. 19:36

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Klám er klám.

Barn er einhver sem veit ekkert í sinn haus ennþá.  Lagalega, allir undir 18, óháð þroska.

Fullorðinn er einhver sem á að vita hvað hann er að gera.  Lagalega, allir yfir 18, óháð þroska.  Lagalega er hægt að vera ósjálfráða yfir 18, en það verður flókið.

Sameinum við "einstaklingur undir 18" & "klám" - fáum við barnaklám.  Sem nær yfir bæði pedófílíu & ephebofílíu.

"Barngerving": hér er einhver að reyna að búa til fleiri glæpamenn.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.1.2012 kl. 21:22

9 identicon

Vantar ekki fleiri störf?

Hannes (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband