Hættið að baknaga krónuna

Það er ekkert að krónunni.  Ekkert þannig.  Hún er bara verkfæri.  ... eða þannig.

Það sem skapar sveiflurnar er hagstjórnin, og hún er, og hefur reyndar alltaf verið frekar slöpp.  Mestu sveiflurnar voru rétt fyrir myntbreytingu, og núna 2008-20XX.  Reyndar, þá hefur undanfarin 3 ár eina áreiðanlega sveiflan verið niður á við, bara mishratt eftir mánuði.

Og ef manninum líkar svona illa við sveiflur, þá get ég ekki mælt með evrunni, miðað við hvað er um það bil að fara að koma fyrir hana.  Í næsta mánuði.

Þetta er allt fyrirsjáanlegt.

Viljiði stöðugan gjaldmiðil?  Takið upp kínverska yuanið.  Það tollir þar sem það er næsta áratuginn, minnst.


mbl.is Krónan er fíllinn í stofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Starbuck

Hvað er að fara að gerast með evruna í næsta mánuði?

Starbuck, 15.2.2012 kl. 23:05

2 identicon

Geturðu sagt mér hversu mikið krónan rýrnaði frá 1981 til 2008...???, ég hef heyrt töluna 60%.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 07:50

3 identicon

@ Helgi Rúnar.

Það skiptir ekki höfuðmáli hvað gjaldmiðillinn sjálfur rýrnaði eða styrktist mikið í prósentum á þessu tímabili frá 1981 til 2008. Það sem skiptir máli það er hvað mikið jókst og eða rýrnaði kaupmáttur almennra launa á þessum sama tíma. Það er sá lífskjara skali sem við getum miðað við til þess að sjá hvernig okkur hefur miðað.

Því að þó svo að okkar smái gjaldmiðill hafi rýrnað nálægt 60% á þessum tíma, þá jókst kaupmáttur almennra launa hér á sama tíma meira en í nokkru öðru Evrópulandi eða u.þ.b. 70% Auðvitað hækkuðu launin um meira en 70% en þetta þýðir það að umfram hækkun verðbólgu og verðlags þá hækkuðu almenn laun um 70% umfram það.

Ég veit ekki um neitt Evrópuland sem getur státað af meiri lífskjara hækkun á þessu sama tímabili og það gerðum við þrátt fyrir að búa við þessa litlu krónu, segir það okkur ekki eitthvað.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 09:56

4 identicon

Eru það ekki líka lífskjör að sjá lánin lækka með hverri afborgun, en ekki hækka með hverri afborgun eins er hér á landi..???

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 11:58

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lífskjörin virtust betri árið 1960.  Þá þurfti bara annað foreldri að vinna úti.  Það var nóg.  Eða er fólk að gera einhverjar ógurlegar gloríur núna?

Ásgrímur Hartmannsson, 21.2.2012 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband