25.5.2012 | 16:56
Ég man eftir að í gamla daga....
þá brutu menn lög. Nú brjóta menn gegn lögum.
Þá hitti maður mexíkana. Nú hittir maður mexíkóna.
Þá gerði maður eitthvað í þessu. Nú gerir maður eitthvað hvað varðar þetta.
Þá las maður úrval sem maður fann inni í skáp. Nú er úrval meðal annars í ljósperum. Er mér ekki fullljóst hvernig þeim var komið þangað inn.
Þá vildi maður hamborgara. Nú vill maður hamborgara þegar kemur að mat.
Já, nútíminn er skrítinn.
Brotið gegn lögum án afleiðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.