26.6.2012 | 17:34
Þetta er alveg rétt
Bílar hafa verið of flóknir síðan upp úr 1995. Það er orðið þannig núna að ef bíllinn fer ekki í gang, þá er hann fokking ónýtur, ekki vegna þess að það er eithvað að bílnum sem slíkum, heldur vegna þess að þá er kannski eitthvert smá sambandsleysi út í einhvern tölvukubb sem svo kostar 5 fokking milljónir að setja aftur í samband.
Þetta var ekki svona. Nei, fyrir ekki nema 10 árum, þá virkaði það þannig ef bíllinn fór ekki í gang:
Maður opnaði húddið, lamdi vandamálið meðhamri eða teipaði það eða bara káfaði eitthvað á því, og voila! Allt í lagi aftur. (Ég hef átt mikið af druslum, kann á þetta.)
Svona þarf þetta að verða aftur.
Forstjóri Volvo segir bíla of flókna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
"If you can't fix it by hitting it with a hammer then it must be an electrical problem..." (Þýðing: "Ef þú getur ekki lagað það með því að lemja það með sleggju þá hlýtur það að vera rafmagnsvandamál...")
Einar Steinsson, 27.6.2012 kl. 20:34
Sumt af þessu rafdóti má alveg lemja aðeins með hamri:
Startarann, alla þessa rafala osfrv.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.6.2012 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.