Tóm manngæska ræður för, augljóslega

Frakkar, Bretar, Þjóðverjar og Svíar báðu í dag Sameinuðu þjóðirnar um að flýta fyrir því að samið yrði um takmarkanir á sölu vopna í heiminum.

Er verið að ógna einokun þeirra?  Jæja?  En leiðinlegt.  Eru nú Rússar, Kínverjar og fleiri ágætir aðilar að selja vopn á hagstæðu verði til aðila sem Frakkar, Bretar, Þjóðverjar og Svíar - og bandamenn þeirra - ætla sér að berja á í framtíðinni?

Það skildi þó ekki vera. 

Og hvaða bogus ástæður gefa þeir, til að slá ryki í augu sauðheimskrar alþýðunnar? 

 „Á hverju ári þjást milljónir manna vegna beinna og óbeinna afleiðinganna af litlu regluverki og ólöglegri sölu vopna.“

Litlu regluverki?  Fátt hef ég séð á jörðinni sem hefur valdið jafnmikilli þjáningu og of mikið regluverk.  Að malaríu meðtalinni.  Og síðan hvenær er ólögleg vopnasala vandamál?

Jú, þeir fá náttúrlega ekki skatt af henni... en eins og mér sé ekki slétt sama um það. 

Jafnframt sagði í yfirlýsingunni að vopnasala væri „vaxandi ógn við mannkynið“,

Segir vaxandi ógn við mannkynið. 

og að þessar fjórar þjóðir bæru sérstaka ábyrgð þar sem þær væru helstu útflytjendur vopna í Evrópu.

Bingó.  Og þeir vilja vissulega bola hinum aðilunum af markaðnum.  Ekki beint hreinskildustu eða heiðarlegustu menn í heimi, þeir. 

Í tillögum þjóðanna felst að samkomulagið yrði bindandi fyrir allar þjóðir, en að hver þjóð fyrir sig ætti að sjá um að framfylgja að því yrði fylgt.

Je ræt. 

Þá ætti samkomulagið að ná yfir allar gerðir hefðbundinna vopna, þar með talið skammbyssur og riffla, og allar gerðir skotfæra.

Heh.  Deja vu.  Ég sé þjóðarmorð í framtíðinni ef þetta nær fram að ganga. 

Talið er að andstaða við tillögurnar muni koma úr ýmsum áttum. Rússland, Kína og Íran eru t.d. talin líkleg til þess að andmæla slíku samkomulagi.

Auðvitað, það á að bola þeim af markaðnum með ofbeldi. 

Einnig vilja þjóðir sem flytja inn mikið af vopnum eins og t.d. Indland, Pakistan, Japan og Suður Kórea, ekki setja takmarkanir á það hvernig þær vopna eigin herafla.

Nei, félagar.  Eurocorp ætlar sko að stjórna því alveg hvað þið kaupið. 

Vá.  Þetta er ótrúlegt.  Þessum andskotum hefur tekist að láta Rússa, Kínverja og Írani líta út eins og góðu kallana.

Snilld. 


mbl.is „Vaxandi ógn við mannkynið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband