Og ég vitna bara í 73. grein stjórnarskrárinnar:

"Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi."

Þetta þýðir að rangt fólk var dregið fyrir dóm. Ekki stendur eitt orð um að þeir sem hafa upp eftir öðrum þurfi að ábyrgjast annarra manna skoðanir fyrir dómi. Og jafnvel þá eru menn "frjálsir sannfæringar sinnar".

"Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða."

Jú víst. En á eftir... fyrst:

"Niðurstaðan sýnir að íslenskir dómstólar hafa túlkað tjáningarfrelsið of þröngt."

Er það?

"Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum."

Allt í lagi, í mótsögn við línuna rétt á undan... en hey, þetta var skrifað af ríkisstarfsmönnum. Við getum ekki búist við því að þeir hugsi rétt, ekkert frekar en við getum búist við að mánudagur fylgi eftir þriðjudegi.

Hvað um það, það má ljóslega tálma tjáningarfrelsið sem má ekki tálma, vegna þess að tjáningarfrelsið getur valdið kvefi, paranoiu og öllu þar á milli.

Dómendur eru hér í þeirri áhugaverðu stöðu að hafa bæði rétt og rangt fyrir sér samtímis.

Og fólk skilur mig ekki þegar ég segi að ég vilji láta endurskoða 73. grein aðeins. Fólk...


mbl.is Dómur sé vegvísir fyrir samfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband