13.7.2012 | 07:50
Sannleikurinn er náttúrlega ekki vinur VG
Ekki einu sinni kunningi.
Skoðum þennan pistil þeirra:
Þessi ár hafa verið annasöm, enda beið okkar fjöldi krefjandi verkefna eftir langa setu hægriaflanna við stjórn landsins og afleiðingar þeirrar stjórnarstefnu,
Hægri afla... já... það er meira svona "relatíft" hægri.
hrunið sem var hársbreidd frá því að kosta okkur efnahagslegt sjálfstæði og setti forsendur velferðarsamfélagsins í uppnám.
En þið eruð að vinna í því að losa okkur við efnahagslegt sjálfstæði.
En um leið undirstrika slíkar aðstæður mikilvægi reglulegra funda stjórnar, flokksráð, svæðisfélaga og kjördæmisráða til samráðs og umræðu.
Nei, það gera þær ekki.
Þrátt fyrir áður óþekkta óbilgirni gömlu valdaflokkanna sem nú eru báðir í minnihluta á Alþingi við þingstörfin, náðu ýmis tímamótamál fram að ganga til viðbótar við þau sem áður hafa verið samþykkt á kjörtímabilinu.
Stjórnarandstaðan náði þó að hindra enn meiri skaða af ykkar völdum.
Samþykkt laga um veiðigjöld markar tímamót í auðlindamálum á Íslandi.
Það er rétt. Öll þessi hálf-gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtæki geta nú orðið al-gjaldþrota, svo einungis öffá stór félög verða eftir. Það er vissulega nývirki.
Lögin tryggja að loksins mun þjóðin sameiginlega njóta réttlátrar hlutdeildar í þeim arði sem hlýst af nýtingu hinnar gjöfulu sjávarauðlindar.
Ekki svo - sjá ástæður sem ég impraði lítillega á hér að ofan.
Kostnaður sjávarútvegsfyrirtækja af gjaldinu mun hvorki breyta rekstrarskilyrðum farsælla sjávarútvegsfyrirtækja né hafa neikvæð áhrif á laun sjómanna og fiskvinnslufólks.
Lygi.
Gjöldin miðast við þann arð sem verður eftir hjá útgerðarfyrirtækjum þegar búið er að taka tillit til kostnaðar við fjárfestingu og laun starfsfólks.
Lygi, part 2.
Má þar nefna viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínu,
Það mun koma okkur í koll seinna meir, er ég viss um.
nýja heildarlöggjöf um loftslagsmál,
Það kom okkur, þjóðinni, í koll samdægurs.
stofnun umhverfis- og auðlindaráðuneytis í haust ásamt atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti.
Við þurfum þessi ráðuneyti eins og við þurfum gaddavír í endaþarminn.
Árangur af uppbyggingu íslensks efnahagslífs eftir hrun hefur haldið áfram að sýna sig undanfarið ár með auknum hagvexti, auknum kaupmætti og minnkandi atvinnuleysi.
Ha? Hvaða uppbyggingu? Hvaða hagvöxtur? Hvaða kaupmáttaraukning? Og ég veit ekki betur en að eina ástæðan fyrir þó ekki nema 7.X% atvinnuleysi sé landflótti.
Kjaftæði.
Samfara þessari þróun hefur jöfnuður í samfélaginu aukist
Jöfnuður er ekki eitthvað til að stefna að - hann fæst *alltaf' með því að gera alla jafn-gjaldþrota.
og því dreifist aukin hagsæld
Hagsæld... jæja.
Ef ekki hefði komið til skattkerfisbreytinga núverandi ríkisstjórnar hefði reikningur hrunsins farið í mun meira mæli til milli- og lágtekjuhópa á meðan hátekjuhópum hefði verið hlíft.
En í staðinn, þá þurfa milli og lágtekjuhópar að borga bráusann, og meira til! Sem er allt öðruvísi! Augljóslega. Segir sig sjálft.
Jafnframt sýna opinberir hagvísar og greiningar fræðimanna að tekist hefur að verja velferðarkerfið
Lygi, part 3.
og fleiri góðum málum sem ekki náðist að klára á nýafstöðnu þingi.
Guði sé lof.
Enn frekari minnkun atvinnuleysis er líka forgangsmál
Munum við fá frítt far með Norrænu?
Ja hérna. Svona öfugmæla romsu rekst maður sjaldan á. Trúa þau þessu? Er geðveiki inngönguskilyrði í VG? Mig fer að gruna það.
Og fólk kaus þetta lið.
Kjósendur: þið eruð öll vangefin.
VG hefur áhyggjur af fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ef það að treysta orðum fólks er að vera vangefin já þá má segja það um þá sem kusu VG, en ég kýs frekar að segja að vanvitar eru þeir sem halda að þeir komist upp með svoleiðis aðferðarfræði, það er lygar og svik til lengdar...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.7.2012 kl. 08:25
"Þrátt fyrir áður óþekkta óbilgirni gömlu valdaflokkanna sem nú eru báðir í minnihluta á Alþingi við þingstörfin..." Er Samfylkingin nú komin í Stjórnarandstöðu Steingrímur? Þar fyrir utan hélt ég að Samfylkingin hefði verið vinstriflokkur "enda beið okkar fjöldi krefjandi verkefna eftir langa setu hægriaflanna við stjórn landsins"
Brynjar Þór Guðmundsson, 13.7.2012 kl. 17:11
Þá segi ég Amen, enda engu við þetta að bæta Ásgrímur.
Eins og talað frá mínu hjarta :)
Óskar Guðmundsson, 13.7.2012 kl. 23:23
Ingibjörg: ekki treysta orðum fólks, heldur skoðaðu hvað það hefur gert í fortíðinni.
Reyndar var líka menntun þeirra allra opinber, svo og stefan þeirra... ekkert dularfullt við þau.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.7.2012 kl. 07:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.