Hvað ef ríkið hyrfi skyndilega?

Gefum okkur að ríkið skyndilega gufaði upp einn daginn - cenobitar kæmu og hirtu alla bírókratana eða eitthvað - og við myndum öll vakna við kerfi þar sem allur peningur sem annars færi í það færi til okkar.

Fyrst myndu launin hækka um 80-90%. Eða hvað? Nú þurfa vinnuveitendur að punga út aukalega sama pening og þú ert með í laun í allskyns falin gjöld - tryggingar og hvaðeina - svo þú gætir hækkað um 180%. Ekki víst samt, því atvinnuveitandinn gæti hirt það sem gróða.

Það næsta sem gerist er að þú munt taka eftir að vöruverð hefur lækkað um 50-90%. Það er vegna fjölmargra skatta og tolla sem ekki væru lengur innheimtir.

Þetta tvennt þýddi náttúrlega að aumasti götusópari yrði ríkur maður með það sama.

Allt í einu verður hræ-ódýrt að byggja, vegna þess að allt í einu þarf ekki að punga út milljónum fyrir teikningar, leyfi og allskyns hluti sem útsvarið hefði átt að vera búið að borga fyrir fyrir löngu.

Svo þarna ert þú, og saknar þess kerfis sem var alveg gífurlega.

Og hvað skal þá gjöra? Hvernig lifir maður í paradís frjálshyggjunnar ef manni vill líða eins og nútíma Íslending?

Nú...

Fyrst tekur maður helming launa sinna. Maður staflar þeim pening í 4 jafnstóra bunka. Einn bunkann notar maður bara til þess að skeina sér. Þetta er sá peningur af skattfé landsmanna sem fer að öllu jöfnu í ekkert.

Afganginn gefur maður mönnum sem eru umtalsvert miklu ríkari en maður sjálfur. Það representar það fjármagn sem fer í laun æðstu embættismanna og AGS.

Svo tekur maður lán til að greiða fyrir skólagöngu barna sinna og annarra, sjúkrahúsvist sína og annarra og hverja þá ölmusu sem maður reiðir af hendi til hvers róna sem maður hittir, auk manna sem eru líkir rónum tilsýndar.

Þannig myndi manni líða eðlilega við svona nýjar og yfirnáttúrulegar aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband