24.7.2012 | 07:21
Seint mun ég skilja þetta kerfi þeirra,
það er myrkt og skrítið, svona eins og utanríkisþjónustan íslenska.
En hvað um það:
"Taka átti Warren Hill af lífi með banvænni sprautu í kvöld kl. 23 að íslenskum tíma, fyrir að drepa annan fanga. -- Hæstiréttur í Bandaríkjunum úrskurðaði árið 2002 að þroskaheftir fangar skyldu ekki teknir af lífi því aukin hætta væri á því að þeir væru saklausir dæmdir sekir."
Þessi maður er augljóslega ekki saklaus. Ekki veit ég hvernig þeir geta sýnt fram á að hann hafi ekki drepið þennan fanga, þar sem hann hefur væntanlega gert það í fangelsinu fyrir augunum á fjölmörgum vitnum.
Hvað er þá vandamálið?
"Hill sem er 52 ára blökkumaður, hefur verið 21 ár á dauðadeild. Hann er sagður hafa greindarvísitöluna 70, sem þýðir að hann er alvarlega greindarskertur."
Gott efni í þingmann, sé ég. Kannski í greindari kantinum...
"Hill hefði verið fyrsti fanginn í Georgiu til að verða tekinn af lífi með sprautu sem innheldur aðeins eitt eitur en hingað til hefur ríkið notað þriggja lyfja blöndu við aftökur."
Þeir eru að gera þetta of flókið: sko, aftökusveit, eða rafmagnsstóll. Eða henging eða ... þeir gætu gert eitthvað frumlegt eins og að henda honum af háum turni.
"Yfirrétturinn komst að því í kvöld að undirréttur hefði ranglega dæmt að þessi nýja aftökuaðferð væri lögleg."
Þeir ætla að drepa sakamann með eitri. Þeir vita vel að hann "gerði það." Við skulum vona að þeir séu ekki slíkir þursar að þeir viti ekki hvort eitrið er nógu eitrað eða ekki (það er faktískt hægt að nota hveiti til þess arna...)
Vesen er á mönnum.
Aftökunni frestað tímabundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það er nú samt fallegt af blaðamanninum að upplýsa að Hill sé blökkumaður. Ég var nefnilega ekki alveg viss þegar ég sá myndina af honum :P
Jakob (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 08:24
Maður veit aldrei, kannski myndast hann bara svona illa.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.7.2012 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.