5.8.2012 | 20:59
Ég ætla að kenna helginni um þetta
Sjö eru látnir í Milwaukee í Wisconsin þar sem byssumenn réðist inn fyrr í dag og særðu fjölda fólks áður en þeir tóku aðra viðstadda sem gísl,
Gísla?
Einn byssumaðurinn hóf skotárás
Skothríð?
sem varð til þess að hann og sex safnaðarmeðlimir létust.
Fimur með hólkinn, hann.
Fjórir hinna látnu voru skotnir inni í Sikh-musterinu,
Sikh musteri? Nú segirðu okkur það.
Lögreglumaðurinn sem hafði að skjóta byssumanninn fékk fjölmörg skot í sig
Það er eitthvað mjög rangt við þessa setningu...
Þrír af þeim sem upphaflega urðu fyrir skotárásinni
Var eitthver re-make af henni síðar?
Vitni hafa sagt að allt að fjórir byssumenn hafi ráðist á söfnuðinn upphaflega, en æðsti prestur safnaðarins læsti sig inni á baðherbergi.
Google translate?
Safnaðarmeðlimir eru oft, í Bandaríkjunum, álitnir múslímar og hafa því stundum verið skotvopn öfgamanna sem eru andstæðir Íslamstrú.
Þeir hafa verið skotvopn? Þeir eru þá eins og vondi kallinn í transformers teiknimyndunum?
Dásamlegt.
Sjö látnir í Wisconsin í skotárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Hörmulegur atburður, en eingu að síður hörmuleg þiðing, ef blaðamaður hefur ekki notað Google Translate þá segi hann starfi sínu lausu.
Kristján Birnir Ívansson (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 21:32
Ruglingsleg frétt,en sumum er ekki lagið að skrifa megin mál fréttarinnar í stuttu máli. Ég taldi nú reyndar flýti hafa ráðið því að þýðingin varð ,,skotvopn en ekki skotmark.
Helga Kristjánsdóttir, 5.8.2012 kl. 21:55
Á að vera ,,megin mál frétta,,(svona yfirleitt.)
Helga Kristjánsdóttir, 5.8.2012 kl. 21:56
það er ekki öll vitleysan eins
http://www.youtube.com/watch?v=Jhj3u3LoooM&feature=player_embedded
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 22:33
Alveg stórfurðulegt hvernig sumir blaðamenn hafa engan sans fyrir því að segja frá. Í því námi sem fréttamenn þurfa að hafa, er ekkert fjallað um hvernig maður á að segja góða sögu og hvað er alveg bannað þegar sagt er frá atburðum? Það er...eitthvað svo rangt að hlægja þegar maður les frétt af svona hörmulegum atburðum.
Mofi, 6.8.2012 kl. 11:30
Það eru engir fréttamenn á Mogganum. Þetta eru allt viðvaningar úr Mentó.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 12:58
Svona lagað lærði maður í barnó. Hver annar var tilgangurinn með bókmenntum? Ekki var Laxness skemmtilegur - bara tæknilega góður.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.8.2012 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.