9.8.2012 | 17:10
Allt virðist vera erfitt þegar maður er vitlaus
Það er ekkert erfitt að reka ríkið á sléttu.
Þetta er ekkert flókið, maður passar bara uppá að útgjöldin séu minni eða jafnmikil og innkoman. Þetta er alveg eins og að reka heimili, nema allar tölurnar eru hærri.
Við getum farið yfir þetta hér http://www.fjs.is/upload/files/R%C3%ADkisreikningur%20heildaryfirlit%202011.pdf
Sko, gjöld umfram tekjur eru 2011 89.000.000.000 kr. Svona cirka. Það er svolítið stór mínus.
Lán eru 147.000.000.000, aftur ca. Þau valda nokkuð stórum mínus á hverju ári.
Tökum fyrst venjuleg útgöld: við erum að borga 9.300.000.000 í eitthvað sem heitir "önnur stjórnsýzluverkefni." Hvað er það? Blýantanag, það er það sem það er. Má að skaðlausu sleppa því.
Ríkisábyrgðir kosta okkur yfir 19.300.000.000. Það væri okkur öllum beinlínis til framdráttar að sleppa því.
Ráðuneytin kosta 576.000.000.000. Sum þeirra mega missa sín:
Umhverfis, og utanríkisráðuneytin, til dæmis, sem myndi spara 18.000.000.000.
Við getum líka hent sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytunum inn í iðnaðarráðuneytið, losað okkur þar með við helminginn af mannskapnum og umstanginu, og sparað minnst 17.000.000.000.
Bara með svona einföldum aðgerðum sparast strax 63.600.000.000.
Men nánari aðgerðum væri hægt að spara tvöfalt meira, auðveldlega.
Það ræður ríkið aldrei við. Slík er illska þess.
Segir skuldabyrði hins opinbera ósjálfbæra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.