13.8.2012 | 19:53
Svona gerist þetta alltaf
Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir fjöldamorðin.
Það efast ég um. Til þess hefði Noregur þurft að vera svolítið meira lögregluríki. Og jafnvel í lögregluríkjum fremja borgarar fjöldamorð (oftast er það ríkið.)
Stjórnvöld brugðust með vangetu sinni til að vernda fólkið á Útey og viðbrögð lögreglu hefðu getað verið mun hraðari.
Kannski. Mér verður hugsað til manns á Ólafsfirði, sem sérsveitin vill örugglega helst gleyma. Þið getið spurt um hann ef þið komið þangað. Hann er enn kallaður húsvörðurinn. Látið einhvern sem til þekkir segja ykkur frá honum.
Nauðsynlegt er að innleiða ítarlegri öryggis- og viðbragðsáætlun Björgunar- og heilbrigðisstarfsfólk stóð sig vel í að veita hinum særðu og fjölskyldum þeirra fyrstu hjálp. Upplýsingaflæði stjórnvalda til almennings var gott.
Skiljanlega var svona áætlun ekki til.
Þótt öryggislögreglan, PST, hefði átt að geta komist á slóð Anders Behring Breivik fyrr með víðtækari rannsóknarvinnu, er ekki hægt að fullyrða að PST hefði getað komið í veg fyrir árásirnar.
Já já. STASI hefði reddað þessu.
"10 mínútum eftir að sprengjan sprakk hringdi vegfarandi í lögreglu og gaf góða lýsingu á manni sem honum fannst grunsamlegur, klæddur í lögreglubúning og með byssu."
Sem er ekkert grunsamlegt. Vegna þess að lögreglan á það til að vera á vappi með byssur.
Það er regla, ekki undantekning að lögreglan mæti á vetvang þegar búið er að drepa alla. Það er bara þannig sem hemurinn virkar. Til að gera þetta einhvernvegin öðruvísi þarf tímavél - og jafnvel þá nokkrar tilraunir.
Fölk verður bara að sætta sig við þetta. Lögreglan þarf bara að sætta sig við þetta.
Dýrkeypt mistök norsku lögreglunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Mér finst þetta nú ekki alveg sannleikanum samkvæmt hjá þér. Fyrir það fyrsta þá er það grunsamlegt þegar EINN lögreglumaður er á gangi með byssu á lofti. Hvar voru aðrir lögreglumenn, hvar var lögreglubíllinn? það er bara ekkert normal við það að sjá löggu einan á ferð veifandi byssu þar sem engin ætti virðist á ferðum ofan á annað. Og það var ekki normalt að það tæki um tvo tíma að komast á staðin EFTIR að búið var að hringja og tilkynna um mann að drepa fólk á þessari eyju. það hefur ekkert með lögregluríki að bregðast hratt við slíku sko!
óli (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 23:23
Lögreglan fékk að heyra um þennan eina mann á vappi gegnum annan aðila, og getur vel verið að slíkar fréttir berist reglulega. Mjög líklega meira að segja. Úlfur úlfur og allt það.
Tveir tímar er víst normal. Þá í merkingunni "það sem gerist venjulega."
Það tók meira en tvo tíma fyrir lögregluna í Ástralíu að mæta á staðinn þegar óður maður gekk berserksgang þar í almenningsgarði og drap marga.
Það var svona korters akstur frá lögreglustöðinni, skilst mér.
Svona sem dæmi.
Í USA þar sem lögreglan er furðu fljót að mæta við öll tækifæri er hún samt alltaf minnst korter á leiðinni.
Norðmenn voru bara ekkert vanir neinu svona, og höfðu í raun enga ástæðu til að búsat við neinu svona. Og hafa í raun ekki enn, ef maður hugsar út úi það.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.8.2012 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.