Það verður annað hrun, sanniði til

Veit ekki í hvaða röð allt draslið hrynur, en það mun hrynja, og þá verður ekkert hægt að gera það sem var gert seinast.

Næst verða nefnilega ekki til neinir peningar.

Og það verður ekkert hægt að fá þá að láni heldur, nema kannski frá Kína. Kannski. Treysta þeir okkur? Held varla. Enda engin ástæða til þess.

Skemmtileg tilhugsun.


mbl.is Hætta á öðru kerfishruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er saga straums? Flekklaus? Fjármálaeftirlitið beitti neyðarlögunum á Straum Burðarás þann 9.Mars 2009 til að bjarga tugmilljarða innistæðum sem Íbúðalánsjóður og lífeyrissjóðirnir áttu í bankanum og yfirtók rekstur hans, vegna þessa féllu hlutabréf í félaginu niður um 98,83% þann sama dag í Kauphöll Íslandss.

Almenningur (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 08:23

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það tekur ótrúlega langan tíma fyrir stjórnsýslu-elítukeyptu fræðingana, bæði hérlendis og erlendis, að skilja þá einföldu staðreynd, að þegar farið er að blóðmjólka kú, þá er ekkert eftir nema sjúk skepnan.

Í tæp fjögur ár hefur fjármálaelíta heimsins barið hausnum við steininn, og neitar enn að skilja hvert stefnir. Stór hluti af peningunum ("verðmætunum") í kauphallar-seðlabanka-píramídaspilunum voru aldrei til.

Ég held að það þurfi ekki meir en lágmarks-greind og sæmilega andlega heilsu, til að skilja þessa einföldu staðreynd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.8.2012 kl. 20:09

3 identicon

Stupid

Skjöldur (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband