Lýsandi fyrir breskan bílaiðnað

Besti bíll þeirra frá upphafi var stórhættuleg dós með háa bilanatíðni og fjölmarga pirrandi hönnunargalla - til dæmis vildi koma vatn inn í bílinn ef ekið var yfir drullupolla.

Svo kemur E-type, sem var ódýrasti sportbíllinn... af góðri ástæðu.

Land Rover - jeppinn sem var þannig settur saman, að grindin var soðin föst við yfirbygginguna. Breytingamönnum til mikils ama. Willys keyrðu hringi í kringum þá. Bókstaflega. Fokkit, Subaru keyra hringi í kringum þá.

Skoðum neðar á listann, þar finnum við Morris Minor. Sem var ekki beinlínis til skammar. En þeir voru líka smíðaðir áður en bretar fóru að klúðra þessu. Sá bíll hefur miklu meira tilkall til gæða en það sem á undan kemur, kaupið svoleiðis.


mbl.is Mini kosinn besti bíll Bretlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband