15.9.2012 | 18:16
Vinstri vs. Hægri
Vegna víðtæks misskilnings á þessum pólitísku hugtökum (flestir skilja hvoru megin hvað er í rúmi) þá er best að ég skýri þetta:
Upprunalega er þetta úr Franska þinginu, en þar sátu konungssinnar hægra megin, en alþýðumenn vinstra megin.
Í praxís eru þetta ekki nógu margar víddir, þetta verður nefnilega flóknara.
En höfum þetta einfalt:
byrjum vinstra megin:
- "Frá öllum eftir getu, til allra eftir þörf."
- Einstaklingarnir eru allir bara partur af stórri vél, þar sem enginn er mikilvægari en annar.
- Allir eru bara leiksoppar umhverfis síns.
"Moderate" vinstri:
Svíþjóð. Þú vinnur, þú færð að halda einhverju af peningunum (sem þýðir að þú nennir að vinna), það er heilbrigðiskerfi og það virkar, skólakerfi og það virkar líka.
Helsta vandamál: eru með svo mörg glæpagengi að Bandaríkjamönnum blöskrar.
Öfgafyllsta vinstrið:
N-Kórea. Ríkið á allt (og alla) (og allt er bilað)
Vinstrið séð frá hægri: Dauðyflislegt yfirvald sem arðrænir alla sem nenna að vinna til að fæða letingja og fámenna elítu sem á allan iðnað í formi auðhringa.
Hægri:
- Ég gerði það, ég á það.
- Einstaklingarnir gera bara það sem þeim sýnist svo lengi sem það skemmir ekki beint fyrir neinum öðrum.
- Allir eru það sem þá langar.
"Moderate" hægri:
Þýzkaland. Þú vinnur, þú færð að halda einhverju af peningunum (sem þýðir að þú nennir að vinna), það er heilbrigðiskerfi og það virkar, skólakerfi og það virkar líka. Þú átt flottan bíl og lífið er ljúft.
Helsta andamál: Þýzkaland á afganginn af Evrópu, og það kostar meira en það er virði.
Öfgafyllsta hægrið:
Viktoríska England. Eitthvert fyrirtæki átti og rak Indland. Einhver gaur átti Rhódesíu.
Hægrið séð frá vinstri: Grimm stórfyrirtæki arðræna alla.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.