21.9.2012 | 18:31
Ha? Af hverju?
Má þetta ekki bara vera optional?
Og listinn:
- Kvikmynda- og fjölmiðlalæsi, kennt á grunnskólastigi.
Hvað þýðir þetta? Ég sá einhvern vitna í Greenaway með etthvað þessu líkt. Eitthvert algjört delerí.
2: Almennt kvikmyndanám á framhaldsskólastigi.
Almennt er það of einfalt til að það þurfi að kenna það eitthvað. Myndavélin snýr fram, rauði takkinn er til að byrja að taka, liðið fyrir framan vélina gerir einhverjar hundakúnstir. Það er allt.
3: Sérhæfing á framhaldsskólastigi í stoðhlutverkum kvikmyndagreinarinnar, svo sem hljóð, hár, förðun, tölvuvinnsla, ljós/rafvirkjun, búningar, leikmyndagerð o.s.frv.
Ég held ekki í alvöru að það þurfi að bögga framhaldsskólann með því. Þeir sem hafa brennandi áhuga hljóta að geta leitað einhvert eftir þeirri vizku.
4: Sérhæfing í kvikmyndagerð á BA-stigi.
Þetta er ekki svona flókið.
*Áhersla lögð á listrænan grunn
Hljómar illa. Allir eiga bara að vera Lars von Trier.
*og markmiðið að útskrifa leiðandi kvikmyndagerðarmenn á sviðum leikstjórnar, handritsgerðar, kvikmyndatöku, klippingar, hljóðs og framleiðslu.
Kvikmyndaskóli íslands gerir það.
Marka stefnu um kvikmyndamenntun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.