No way

Fljótandi köfnunarefni er -195°C, til eða frá 1-2 gráður.

Svo, nei.

Að öllu jöfnu drekkur enginn nokkuð undir 0°C. Það er hægt, og á að vera skaðlaust, en... fljótandi köfnunarefni? Og það eina sem skeði var að það kom rifa á magann?

Ég held nú síður.


mbl.is Í lífshættu eftir kokteildrykkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=R2f1ECjs9fA

BBB (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 21:42

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessi maður er galinn.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.10.2012 kl. 22:10

3 identicon

Það er ekkert kjaftæði hér á ferð. Það var ekki eins og hún þambaði eitthvað svakalegt magn af þessu. Barir sem selja kokteila með köfnunarefni, setja venjulega kringum 1-2 dropa ofaná drykkinn, til að búa til misturslæðu sem liggur svo ofaná.
Einhver hálfviti hefur sett of mikið af efninu í hennar glas með þeim afleiðingum af maginn hennar fékk innvortis kalsár. Hún er örugglega líka með kalsár sem rennur niður allt vélindað.
Innihaldið í glasinu var samt mestmegnis venjulegt áfengi og köfnunarefnið byrjar að drekka í sig hitann úr því og gufa upp um leið og það lendir í glasinu. Ég geri einnig ráð fyrir því að stelpan hafi teygt drykkinn og þess vegna ekki tekið eftir ofurkalda vökvanum sem hefur þá fengið að renna niður með áfenginu.
Allt í allt, þá endaði ekki mikið magn af fljótandi köfnunarefni í maganum á henni en samt nóg til að gera þann skaða sem varð. Stelpan missti magann sinn við þetta, þannig að við erum ekki að tala um eitthvað smáræðis sár.

Einar (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 06:52

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.10.2012 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband