Vopnasalan er algert aukaatriði

Það er ekkert samansemmerki milli þeirra og ófriðar.

Tökum alvöru mál í staðinn:

Evrópa (ESB) hefur nú, á bara undanförnum 2 árum alveg tekið þátt í stríðum í Afríku. Annað af því voru ættbálkaerjur sem komu okkur ekkert við, hitt var uppreisn... sem kom okkur heldur ekkert við.

Lítum til baka:

ESB sendi einusinni friðargæzluliða til Afríku. Þeir virkuðu ekki.

Þar áður sendu þeir friðargæzluliða til Júgóslavíu. Þeir virkuðu ekki heldur, eins og frægt er orðið.

Svo, ESB getur vel tekið þátt í tilgangslausum erjum, en getur ekkert gert til að halda niðri styrrjöldum.

Miklir menn friðar þar á ferð, augljóslega.

Þeir ættu að halda sig við vopnasöluna. Hún lætur þá ekki virka eins og algjöra hálfvita.


mbl.is Selja vopn og fá friðarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna fá ríki að ganga í "friðarbandalagið" ESB, ef þau ríki framleiða herlögögn?

Ætti það ekki að vera mikilvægasta skilyrðið sem ríki þyrftu að uppfylla fyrir inngöngu, að framleiða ekki hergögn, og taka ekki á neinn hátt þátt í hernaði og styrjöldum?

Er virkilega hægt að trúa því, að friður komi úr byssuhlaupi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.10.2012 kl. 15:43

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Si vis pacem, para bellum.

(Publius Flavius Vegetius Renatus)

Og rétt tilvitnun er: "Vald kemur úr byssuhlaupi," það ku komið frá Lenín. Það er gaurinn sem lét skjóta vel yfir 10 milljón manns meðan hann lifði.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.10.2012 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband