Mogginn er að missa af kjörnu tækifæri

Við vitum öll að Mogginn er málgagn sjálfstæðisflokksins. Það er vel þekkt og viðurkennt.

Sjáum til dæmis að hér sést aldrei neitt um Eir-málið, þar sem aðal-súkkulaðigosbrunnur flokksins hefur farið mikinn, og örugglega sópað atkvæðum að flokknum í stórum stíl.

Hér er nefnilega komið mál sem er alveg drepfyndið í alla staði og algerlega á kostnað samspillingarinnar:

http://www.althingi.is/altext/141/s/0566.html

(Heyrði af þessu í útvarpinu áðan, og varð að tékka.)  Já.  Þær vilja í alvörunni sóa peningum okkar til þess að athuga hvort rétt er að sóa peningum okkar í kukl. (Sem væri reyndar í fullkomnu samræmi við allt sem hefur komið frá stjórninni undanfarið.)

Í alvöru, fólk?  Á að láta svona gott tækifæri til að gera andstæðinga sína að fíflum framhjá sér fara? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband