6.12.2012 | 20:22
Kíkt í fjárlög 2013
Vissuði að það kostar meira að eiga Gljúfrastein en að viðhalda öllum sendiráðum Íslands úti um allan heim? (35 millur vs 31 milla)
Magnað.
Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women; kostar meira en Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO & Þróunaraðstoð Sameinuðu þjóðanna, UNDP samanlagt? (177 millur vs. 27,6 & 43,4 millur)
Af hverju erum við að punga út 500 millum fyrir friðargæzlu?
Beinar greiðslur til bænda v. mjólkurframleiðzlu: 5.361.000.000. deilt með 300.000 = 17.000 á mann. Það eru 180 lítrar af mjólk á mann. Mjólk sem við ættum skv þessu að fá gefins, heimsenda jafnvel. Það er ekki alveg verið að iðka frjálshyggju þarna... eða kapitalisma.
Opinber réttaraðstoð: 167,3
Réttaraðstoð við einstaklinga til að leita nauðasamninga: 3,8
Lögfræðiþjónusta neyðarmóttöku vegna nauðgana 4,0
Almennur rekstur samtals: 175,1
Til samanburðar:
Friðargæzla fyrir 500 milljónir. Hvort er mikilvægara?
Það er margt undarlegt þarna.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.