15.12.2012 | 13:44
Engin lausn
Þetta er svipað og að vilja lækna alkóhólisma með því að hækka verðið á áfengi. Það hefur nefnilega gefist með svo miklum afbrigðum vel hér.
Fjöldamorð eru ekki orsökuð af vopnum. Ef svo væri, þá væru framin svona alveg eins fjöldamorð í Sviss, Ísrael, Austurríki og Þýskalandi, í réttu hlutfalli við höfðatölu. Svo er ekki.
Í Kína eru fjöldamorð einstaklinga byrjuð að eiga sér stað, og ekki eru þeir þekktir fyrir mikinn vopnaburð.
Við eigum öll að gera okkur grein fyrir því nú þegar að að verki eru geðveikir einstaklingar.
En nú þekkist geðveiki annarsstaðar í heiminum líka, svo af hverju dreifast fjöldamorð þá ekki jafnt um alla heimsbyggðina?
Vegna þess að eitthvað í menningunni triggerar akkúrat þessa útkomu.
Hvað fær svolítið sturlaða menn til þess að gefast bara upp á öllu saman og byrja að myrða alla sem þeir ná til með góðu móti?
Eitthvað segir mér að það verði ekki rannsakað, heldur verður öll athyglin á einhverri vopnalöggjöf.
Fólk er ekki mjög gáfað.
Vilja herða byssulöggjöfina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.