20.12.2012 | 17:24
Vekur svo margar spurningar...
Ef fram fer sem horfir mun innan fárra ára fleiri deyja af völdum skotvopna í Bandaríkjunum en í bílslysum.
Fram kom að banvænum bílslysum (umferðarslysum?) hefur fækkað í USA. Hve mikið er það á hvern ekinn kilómetra miðað við fyrir 10 árum? En í fyrra? En 20 árum? Getur verið að umferðin sé bara að minnka, svona eins og hér?
Morð[um] með byssum fer fjölgandi
En morðum almennt? Ég meina, þú getur verið með 100 morð í Tannpínulandi, og bara eitt framið með byssu, en 30 morð framin með byssu í Langtíburtistan, en einungis 35 morð þar í heildina.
Þetta segir ekkert.
...en dauðaslysum í umferðinni fækkandi vegna öruggari og betri bíla.
Aftur, hve mikil er umferðin miðað við þegar seinast var tékkað?
Ef þróunin er framlengd til þriggja ára til 2015 má búast við því að 33.000 manns falli það árið af völdum skotárása, en 32.000 af völdum bílslysa.
Vafasöm hugmynd. Svona lagað gengur í bylgjum. (Og þó... ef þeir taka upp á því að takmarka byssueign má búast við fleiri morðum með byssum. Hey, athugið það sjálf, ég skora á ykkur. það er þannig sem þetta virkar. Ég fann það ekki upp.)
Dauðaslysum í umferðinni hefur fækkað mjög frá því þau voru flest árið 1979. Þá dóu 53.524 í bílslysum
Hvað keyrðu þeir mikið þá?
Flest byssumorð voru framin árið 1993, eða 37.666.
Heildarfjöldi?
Þeim fækkaði stöðugt til ársins 2000 og voru þá 28.393 en síðan þá hefur þeim fjölgað aftur.
Aftur, heildarfjöldi?
***
screw this, ég gúgla þessu:
1993: bodycount: 24.530 (http://www.disastercenter.com/crime/uscrime.htm, eða 24.526 (http://irawrites.com/Informationdatafolder/murdercountries.htm - skv þessu voru framin 23.760 morð 1992, þar af voru 1431 myrt af kærustum eða eiginmönnum.) 9.5/100.000 - þá voru kanar 257,746,103, sem gerir ca 24.486. (http://www.infoplease.com/ipa/A0873729.html)
Sem þýðir, að árið 1993 voru fleir myrtir með byssum í USA en voru myrtir í USA. Mér er ekki fullljóst hvernig það gerðist. Einhver?
Já, það er ljóst, að þegar þú ert drepinn með byssu, þá deyrðu tvisvar. Sem er svakalegt.
Hvað er þetta? Pravda?
224
Dauðaslysum fækkar í umferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.