23.12.2012 | 16:08
Eitthvað til að hlakka til
Þetta þýðir að eldflaug gæti mögulega náð alla leið til Bandaríkjanna,
Hafa ber í huga að NK hefur kjarnorkusprengjur. Jú, lélegar kjarnorkusprengjur, en hey - þær eru SKAÐLEGRI.
Hins vegar hefur ekki fengist staðfest hvor N-Kórea búi yfir nauðsynlegri tækni til að skjóta flugskeyti á loft.
Jæja? Á hvaða orðum byrjaði fréttin?
Sérfræðingar telja að Norður-Kórea sé mjög aftarlega á merinni hvað varðar getu þeirra til að útbúa flugskeyti með kjarnorkusprengju.
Þýðum þetta á íslensku:
Sérfræðingar telja að Norður-Kórea séu ekki mjög góðir í að útbúa flugskeyti með kjarnorkusprengju.
Þann 12. desember sl. skaut N-Kórea Unha-3 eldflaug á loft. Þetta var í fyrsta sinn sem N-Kóreumönnum tókst að skjóta þriggja þrepa eldflaug á loft og koma gervihnetti á sporbaug um jörðu.
Hvað voruði að segja um að þeir byggju ekki yfir nauðsynlegri tækni?
Það var gert þrátt fyrir refsiaðgerðir og alþjóðlegar viðvaranir.
Þetta eru Vinsri Grænir Asíu. Þeir lifa fyrir refsiaðgerðir.
Menn telja að þarna hafi þeim tekist að ná áfanga í þróun eldflaugar sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa.
Jæja, hver man ekki eftir Yeonpyeong? Það var 2010. Flettið því upp. Munið að Kóreustríðið er ekki búið.
Geta skotið langdrægri eldflaug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.