MBL fellur í rökfræði og stærðfræði

Ekki skrifandi, reiða sig á bull-fréttir frá útlendum miðlum, kunna svo heldur ekki að reikna.

Samkvæmt upplýsingum úr gagnagrunninum eru 484.000 Norðmenn með byssuleyfi, en það þýðir um 30 skotvopn á hverja 100 íbúa í landinu.

Eru þetta allar upplýsingarnar?  Really?  Hvernig fáiði þessa niðurstöðu byggt á þessum upplýsingum?

1: við höfum bara fjölda norðmanna með leyfið, ekki hvort þeir eiga allir vopn.

2: við fáum ekki heildarfjölda norðmanna, við verðum bara að gúgla því.

3: við fáum ekki að vita hve mörg skotvopn eru í landinu.  Við verðum að reikna það út byggt að fjölda norðmanna, sem er aftur tala sem við verðum að gúgla.

4: jafnvel þó við hefðum þessar tölur gleymist að telja til 1: óskráð vopn, 2: vopn í eigu lögreglu, 3: vopn í eigu hersins.  Eða eru lögreglan og herinn kannski ekki mannaðir með íbúum?

Sem þýðir, að það sem stendur í fréttinni er bara bull.


mbl.is 30 skotvopn á hverja 100 Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband