Tilgangslausar en merkilegar upplýsingar:

Þeir hættu að framleiða AK-47 árið 1959 vegna þess að það kostaði of mikið. Byrjuðu að framleiða AKM í staðinn.

Munurinn felst í að á AK-47 er járnkubbur fræstur til og holaður út til þess að festa við hann hlaupið og koma öllum litlu hlutunum sem fara í riffilinn fyrir.

Á AKM taka þeir málmplötu og beygja hana í þar til gerðri vél, svo úr verður svona kassi, og fitta við hann hlaupið og setja allt dótið ofan í. Það gerir riffilinn miklu ódýrari og fljótlegri í framleiðzlu, svo og töluvert léttari.

Kínverjar framleiddu útgáfu af þessu sem var með holuðum járnkubb, og einhverjir gaurar í USA gera það eins og er. En þær útfærzlur kallar enginn AK-47 nema fréttamenn.


mbl.is Ræningi skotinn í höfuðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AK-74 er svo endurbót á AKM. Það skiptir engu máli því fréttin fjallar um Kalashnikov og við vitum ekki hvort notaðir voru gamlir eða nýir rifflar.

GG (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 21:55

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

AK 74 var ekki mikil framför.

En hvað um það... orginal fréttin sagði AK 47. Sem er frægasta útfærzlan. Sem er líka eins og að kalla Pepsi Kók. Sem ég geri reyndar...

Og við höfum ekki hugmynd um havð þessir gaurar notuðu, hvort það voru einu sinni raunverulegir rifflar.

AKM fæst, þannig ef þú ert sérstakur áhugamaður búsettur í hinum siðmenntaða heimi, nú eða warlord með her sem þú þarft að vopna en nennir ekki að þjálfa, þá geturðu fengið svoleiðis.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.1.2013 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband